Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.04.1965, Qupperneq 28

Muninn - 01.04.1965, Qupperneq 28
• • • • Paá er svo margt Enn einn veturinn er liðinn, vetur, sem hef- ur runnið í tímanna rás, einum til gleði og (iðrum til sorgar. Félagslíf í skólanum hefur verið svipað í vetur og undanfarna vetur, nema hvað íþróttahúsið hefur verið betur sótt en oft áður. Þó er íþróttalíf í skólanum ekki nægi- lega almennt. Það er sama fólkið, sem kem- um og er með eða horfir á aðra. En þeir, sem ekki koma, hafa sjálfsagt sínar ástæð- nr, en ég er ekki viss um, að það sé áhuga- leysi að kenna, heldur þrengslum og erliðri aðstöðu, bæði til keppni og æfinga í íþrótta- húsinu. Með þessum skrifum ætla ég ekki, að krefjast þess, að nýtt íþróttahús verði byggt á stundinni, heldur benda á, að íþróttalíf skólans, eins og það er í dag, tak- markast af stærð íþróttahússins og erfitt verður að fá fleiri með, fyrr en stærra íþróttahús með áhorfendabekkjum er feng- ið. Ef til vill rætist úr, þegar byggt verður nýtt íþróttahús úti í bæ. En jafnvel þótt íþróttahúsið sé lítið, þá vildi ég oftar hafa séð ný andlit þar, sumir koma aldrei þang- að alla sína skédatíð, aðrir virðast hafa beina óbeit á húsinu. Af hverju þetta staf- ar, er ekki gott að segja. Þó finnst mér, að kenna megi leikfimikennslunni og hræðslu við lágar einkunnir í leikfimi að mestu hér um. Ég skil afstöðu þessara manna mjög vel, enda er ég á móti öllum prófum í leik- fimi. Leikfimikennslan, einkum seinni hluta vetrar, er þannig, að kenndar eru nokkrar margslungnar æfingar, sumar mjög erfiðar, og eru þær allar líklegar til að koma á prófi að vori. Fyrri hluta vetrar er leikfimin leik- ur. Venjulegast er það svo, að kennarinn skiptir sér lítið af nemendum, og er þá leik- inn handbolti eða körfuknattleikur í tíman- unr. Að mínu áliti er slíkt fyrirkomulag á kennslu ekki vænlegt til að gefa þann árang ur, sem á að nást með leikfimikennslu í skólum. Tilgangurinn er að fá alla til að hreyfa sig eftir erfiða setu, og fá menn til að liðka þá vöðva, sem sjaldnast eru not- aðir. Úr slíkum leikfimitímum eiga menn að koma heitir og mjúkir og allt að því óþreyttir. Til dæmis um fyrirkomulag kennslunnar, eins og hún er, þá kom það oft fyrir fyrrihluta vetrar, að sumir fóru ekki í bað eftir leikfimitímann, vegna þess að þeir höfðu ekkert svitnað. Seinni hluta vetrar var það oft, að menn sátu í hálfgerðu móki í næsta tíma eftir leikfimina, vegna j^reytu, og voru þeir með harðsperrur og eymsli um allan líkamann lengi á eftir, unz skrokkurinn fór að venjast þessu harðræði. Það er augljóst hverjum manni, að það vantar rétta skipulagningu við kennsluna, og einmitt þess vegna missir leikfimin marks, hún nær ekki þeim tilgangi, sem henni er ætlað að ná. Til þess að leikfimin komi að gagni, þá ætti skipulagning tím- anna að vera alveg fast ákveðin. T. d. að tíminn byrjaði með því að nemendur hlypu nokkra hringi í salnum til upphitunar, síð- an væri rennt í gegnum gólfæfingakerfi, sem samanstæði af léttum staðæfingum, nemendur þyrftu að kunna það, þannig að hægt væri að fara svo hratt í það, að aldrei yrði töf á milli æfinga. Æfingarnar yrðu þá að sjálfsögðu að rniðast við það, að flestir vöðvar líkamans fengjn þar einhverja hreyf- ingu, því það er staðreynd, að léttar æfing- ar, sem gerðar ern af hraða og snerpu, koma að meira gagni en þungar æfingar, sem oft og tíðum ofreyna einstaka vöðva. Þannig þyrfti hver einasti leikfimistími allan vet- urinn að byrja, og þarf það að taka yfir 10 til 15 mínútur af leikfimitímanum. A næstu 10 mínútum ætti kennarinn að láta ] 36 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.