Muninn - 01.04.1965, Side 30
IÞROTTASPJALL
Eins og flestir nemendur skólans munu hafa
tekið eftir, hefur starfsemi ÍMA verið all um-
svifamikil á þessum vetri, sem nú er nær á enda
runninn. Er því ekki úr vegi að líta um öxl og
rifja upp stærstu viðburði á vettvangi íþróttanna
á umliðnum vetri.
í upphafi vetrar bar knattspyrnan hæst allra
íþrótta. Er það ekki að undra, því að all margir
nemendur iðka knattspyrnu meira eða minna á
sumrin og eru því á haustin í þeirri beztu þjálf-
un, sem þeir geta orðið. Urslit fengust í skóla-
mótinu og urðu V. bekkingar sigurvegarar,
nokkuð örugglega. Innanhússæfingar hafa ekki
verið í vetur fyrr en nú lítillega í vor. Ætlunin
mun vera að senda lið úr skólanum á mót, sem
Knattspyrnuráð Akureyrar gengst fyrir í
skemmu þeirri er ÍBA hefur haft til umráða í
vetur fyrir starfsemi sína.
Handknattleikur hefur verið æfður talsvert í
vetur en almenn þátttaka V. og VI. bekkinga
langt fyrir neðan það, sem æskilegt mætti telj-
ast. í byrjun desember var haldið hraðmót, sem
IV. bekkur sigraði eftir harða baráttu við V.
bekk. I skólamótinu snerist þetta hinsvegar við
og sigraði V. bekkur í úrslitaleik við IV. bekk
með eins marks mun. Mátti vart milli liðanna
sjá og hefði sigurinn getað lent hvorum megin
sem var. í liði V. bekkjar voru: Ólafur Ólafsson,
Kjartan Guðjónsson, Jakop Hafstein, Birgir Ás-
geirsson, Björn Hólmgeirsson, Páll Ragnarsson
og Arnar Einarsson. Skólalið MA hefur tekið
þátt í Akureyrar- og Norðurlandsmótum, bæði í
flokkum karla og kvenna. í öðrum flokki hafa
piltarnir staðið sig öllum vonum framar og
eygja enn möguleika á sigri í Norðurlandsmót-
inu. í hraðmóti, — sem haldið var nú fyrir
skemmstu, — tókst meistaraflokki karla úr MA
að sigra A-lið Þórs, en töpuðu hinsvegar gegn
KA í úrslitaleiknum. Allgóður var leikur MA
gegn MR þá er þeir léku gegn þeim á Húsavík,
um miðjan febrúarmánuð. Þó fór svo að lokum
að MR hafði sigur.
Blakmótið sigraði máladeild V. bekkjar eftir
harða viðureign við V. bekk stærðfræðideildar.
Körfuknattleikur hefur verið stundaður vel í
vetur. Snemma vetrar fór fram hraðmót, sem
IV. bekkur sigraði eftir jafna og harða baráttu
við V. bekk. Skólamótinu er enn ekki lokið, en
tvö lið eru taplaus enn sem komið er, IV. og V.
bekkur. Frammistaða III. bekkjar er einnig lofs-
verð, en þeir eiga góðu liði á að skipa. Árangur
skólaliðsins hefur verið með bezta móti og hæst
ber árangur þeirra gegn Borgnesingum og
Stykkishólmsbúum. Piltarnir sigruðu í Borgar-
nesi 62:60 í hörðum leik og léku enn betur í
Hólminu og sigruðu þar 61:40. í Akureyrar- og
Norðurlandsmótum hafnaði liðið í þriðja sæti,
næst á eftir KA og Þór, en átti gegn þeim all-
góða leiki, einkum var munurinn litill nú í vor
í Akureyrarmótinu. í hraðmóti Akureyrarlið-
anna sigraði MA Þór (A-lið), en tapaði í úrslit-
um gegn KA. Leikjum liðsins gegn MR hér í
vetur lyktaði með sigri MR 107:65 og 78:49,
Hnit hefur dafnað mjög vel undir öruggri for-
sjá Ellerts Kristinssonar. Vii'ðist þessi íþrótt
vera að ná miklum vinsældum og stendur nú
yfir skólamót, en það hefur ekki verið haldið
frá því árið 1956.
Sundiðkun er talsverð og hefur fremur fá-
mennur en knár hópur æft vel í vetur. Ellefu
manna flokkur tók þátt í Sundmóti skólanna,
sem fram fór í Reykjav,ík, nú í marz. Stóðu þeir
sig mæta vel og urðu m. a. aðrir í 10x33 % m
boðsundi á mjög góðum tíma, aðeins sjónarmun
á eftir Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Skólamót-
ið hefur enn ekki farið fram, en væntanlega
verður það háð áður en skólanum lýkur. Vil ég
einkum beina þeim tilmælum til kvenþjóðarinn-
ar að mæta betur til leiks, en verið hefur á und-
anförnum árum.
138 MUNINN