Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 3

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 3
m u n i n n MENNTASKÓLANS Á AKUREYRI APRÍL . MCMLXVI . 38. ÁR . 4. TBL. vori Það seytlar inn í hjarta mitt sem sólskin fagurhvítt, sem vöggukvæði erlunnar, svo undur fínt og blítt, sem blæilmur frá víðirunni, — vorið grænt og hlýtt. (Jóhannes úr Kötlum). Ennþá einu sinni rís móðir jörð a£ svefni og fæðir nýtt líf, sem hún hefur alið sér í skauti vetrarlangt; enn beinir vorboðinn ljúfi flugi sínu norður á bóginn yfir köld og breið úthöf; enn vekur þeyrinn duldar þrár í brjósti þess ísfendings, sem finnur sig „hafrekið sprek á annarlegri strönd“. Þannig er vorið, tími nýrrar vakningar, nýrra drauma, nýs gróðrarmagns. — I skólastofnun er vorið einkum tákn reikningsskila, tími strits og áhyggju, — og að lokum viðskilnaðar. Senn kemur að okkur, sem í vetur höfum skip- að efsta bekk þessa skóla, að kveðja í síðasta sinn. Tilfinningar okkar eru blandnar: öðrum þræði fögnuður að komast út í frelsið, en líka eftirsjá vegna glaðværra ára, sem okkur eru horfin nema sem sjóður margvíslegra minn- inga. En hér skal engrar úttektar freistað; hver einstakur verður að gera upp sinn reikning sjálfur, meta og yfirvega hvað hefur áunnizt og hvert ber að stefna. Þessum árgangi Munins er hér með lokið. Hversu til hefur tekizt um útgáfu blaðsins í vetur, er ekki mitt að dæma; þó vona ég, að á síðum þess hafi mátt sjá nokkra spegilmynd af andlegu lífi nemenda, smekk þeirra, áhugamálum og lífsviðhorfum. Sá er jafnan tilgangurinn með útgáfu blaðs- ins, og gróska þess er einvörðungu liáð því með hverri alúð nemendur rækta garð anda síns hverju sinni. Þegar flett er enduðum árgangi Munins, virðist sú ályktun nærtæk, að sagnagerð sé í talsverðum uppgangi innan skólans, en ljóðasmíð hinsvegar næsta lítill sómi sýndur. Má þetta raunar furðulegt heita, þar sem ljóðlist hefur lengst af staðið hjarta þjóðarinnar nær en aðrar listgreinar. En þessi muninn 111

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.