Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 27

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 27
tilbrigái... Þetta var einn af þeim rigningardögum, þegar snúrurnar strengjast á milli stauranna og þytur vindsins í trjágreinunum bland- ast skellunum, er rigningardroparnir falla til jarðar. Markús Móses opnaði hurðina. Hann var að bræða með sér, hvort hann ætti að róa. Útlitið var ekki sérlega skemmtilegt, en verra gat það þó verið. Hann lokaði hurð- inni á eftir sér og bretti kraganum upp. Það var líklega bezt að labba niður eftir, liugsaði hann, og líta eftir bátskelinni, hvort sem hann reri eða ekki. Hann stiklaði í forinni framan við húsið og velti fyrir sér, hvernig stæði á því, að hann komst alltaf í gott skap í svona veðri, en gat ekki fundið neina skýringu. Honum fannst hann geta hlaupið alla leið niður að bryggjunum. Nú var hann korninn fram á kambbrún- ina og sá yfir litlu höfnina fyrir neðan. Ekki sást nokkur lifandi maður á ferli. Þeir myndu sjálfsagt ekki róa í dag, þó að freist- andi væri, því undanfarna daga hafði afl- azt vel og fiskurinn virtist genginn í fjörð- inn. Hann lagði af stað niður stíginn. Lítill lækur hafði grafið sér farveg eftir honum, alla leið niður á jafnsléttu. Leirinn var mjúkur og blautur, og hann rann eilítið til í hverju spori. Á morgun ætlaði hann að gera við skúrinn sinn, héldist veðrið óbreytt. Hann hafði alltaf ætlað að koma því í verk að laga dyrnar og gera við þakið. Það hafði þó farizt fyrii', ef til vill vegna þess, að tíð- in hafði verið svo einmuna góð undanfarið, og hann hafði eiginlega gleymt því, að skúr- inn var lekur. Hann gekk fram hjá steininum, giáum og blautum, sem stóð lijá stiganum. Rétt neðan við steininn kom hann auga á snifsi af dagblaði, sem lá í leðjunni. Hann dokaði við um leið og liann las: „Vel heppnaður leiðangur doktors Tómasar, en. . . .“ meira sú hann ekki, því aurinn huldi seinustu orðin. Þetta hlaut að vera gamalt blað. Þessi leiðangur var víst farinn fyrir tveim mánuðum síðan. Hann minntist þess að hafa heyrt eitthvað um þetta, og gott ef tveir leiðangursmenn höfðu ekki farizt. Þó mundi hann það ekki fyrir víst. En livað var hann að brjóta heilann um þetta. Nú var liann kominn niður og stefndi til bryggjanna. Það var bezt að koma við í skúrnum, hugsaði hann, áður en hann liti eftir bátnum. Hann opnaði gamla hurðina og fór inn. Hér og hvar lak vatnið niður um þakið, og sumstaðar sást glitta í dagsbirtuna gegnum rifurnar. Hann tíndi til nokkur ílát og lét undir mesta lekann. Síðan tók hann að laga til í skúrnum, því daginn áður hafði liann skilið við allt í hálfgerðri óreiðu. Það hafði verið mikið að gera vegna aflans, sem var óvenju mikill. Hann dvaldi þarna stundarkorn, áður en hann gekk fram að bátnum. Bryggjan var sleip vegna rigningarinnar, sem bleytti upp slorið frá deginum áður. Hann stanzaði, þar sem báturinn lá bundinn og horfði ofan á hann. Þá beygði hann sig, tók um bryggju- brúnina og lét sig síga niður í bátinn. Þetta var erfitt fyrir mann á hans aldri, en liann hafði gert þetta næsturn hvern dag í marga áratugi, svo að með gætninni tókst þetta. Hann ætlaði að ná í vettlingana sína, sem hann hafði gleymt undir einni þóftunni í gær. Hann stakk þeim í vasann og teygði síðan hendurnar upp á brúnina og byrjaði að krifra upp. Annar fóturinn rann til og í fátinu, sem á hann kom, fálmaði hann út Framhald á blaðsíðu 142. MUNINN 135

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.