Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 5
mati; sú bók sýnir hvaða árangri er hægt að ná, ef höfundur þekkir sitt svið,
nennir að vinna verk sitt sómasamlega, — og þekkir sín takmörk.
Það gildir um sagnagerð eins og alla listsköpun, að hún sækir efnivið bæði
í innra líf höfundar, þekkingu, reynslu og innsæi, og er í nánum tengslum
við umhverfi hans og samfélag. Með þeim umsnúningi íslenzks þjóðfélags,
sem átt hefur sér stað og alkunnur er, fengu skáldin í hendur nýjan efnivið,
ný vandamál og ný sjónarmið að túlka í verkum sínum, — raunar nýjan
heim, — og það hefur þeim varla tekizt ennþá. Hinsvegar tók ungur höfund-
ur, Indriði G. Þorsteinsson, sér fyrir hendur að varpa ljósi á nokkrar orsakir
þessarar þróunar, skýra fosendur þeirra slita, sem orðið hafa með þjóð og
landi, og svo áhrifarík reyndust í lífi ungrar kynslcðar á íslandi. Þekking
Indriða á þessu efni og leikni hans og alúð í túlkun þess hefur lyft honum
skör hærra öðrum rithöfundum af lians kynslóð.
Ýmsir yngri höfundar hafa lagt sig fram að nema stíltækni af erlendum
meisturum, og hefur það orðið sumum til heilla. Hitt er ekki unnt að sjá enn
sem komið er, Iivort íslenzk sagnagerð yngist til muna við þær tilraunir, —
eða öllu heldur hvort hinn epíski stíll, sem ræktaður hefur verið hérlendis
frá fyrstu tíð, öðlist nýja saðning af, — og væri þess þó fullkomin þörf. Allan
aðfluttan gróður er nauðsyn að temja íslenzkum aðstæðum, innlendu loftslagi
og innlendri mold. Islenzkar bókmenntir mega sízt af öllu verða bergmál
frá erlendum klettaborgum; listamenn þjóðarinnar mega aldrei seilast til
annars hlutskiptis en þeir eru bornir til, að vera íslenzkir listamenn. Hall-
dór Laxness, sem er glæsilegt dæmi þess, hverju íslenzkur listamaður fær
áorkað fyrir augliti heimsins, segir: ,,Sá sem er listamaður af innri köllun,
sannfæríngu og samvisku; fyrir honum er sá staður bestur þar sem forsjónin
hefur sett hann; hann kann að vera stór eða lítill meistari eftir atvikum; en
hann er óháður auglýsíngu og veit að liann gæti ekki orðið meiri meistari
þó hann væri af öðru þjóðerni."
Framtíð íslenzkra bókmennta er undir ýmsu komin; enginn getur séð fyr-
ir, hvað verða kann uppi á teningnum í þessum afskekkta hóhna að fáum
áratugum liðnum; hvort hér verður yfirleitt íslenzk tunga í heiðri höfð. Víst
er okkur ókleilt að hafa teljandi áhrif á gang heimsmála, en einhverju ætt-
um við að fá ráðið um hvort reynt verður að halda uppi sjálfstæðu menn-
ingarlífi á íslandi í framtíðinni. Til að svo verði, þurfum við auðvitað að
eiga sveit þróttmikilla rithöfunda, manna, sem hæði eru handgengnir inn-
lendum menningararfi og opnir fyrir erlendum straumum og stefnum í túlk-
un og tjáningarhætti.
Ég nefndi áður, að hver rithöfundur er óhjákvæmilega háður ríkjandi
þjóðfélagsástandi. Þessvegna geturn við í raun réttri tæpast vænzt trúverðugr-
ar og heilsteyptrar túlkunar á þjóðfélagi okkar, meðan það er jafn laust í
reipum og nú. Veruleiki þess verður trauðla höndlaðúr, fyrr en það hefur
leitað sér forms; er vaxið frá þeim óskapnaði, sem nú ríkir. Enginn skyldi
MUNINN 113