Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 7
ar sem skuggarnir
dansa
Veizt þú, hvað það ér að vera myrkfælinn?
Veíztu, livað það er að sjá hvern skugga
teygja blóðugar klærnar í átt til þín, hrista
lraman í þig kjúkurnar, grípa um liáls þér,
svo að augun standa á stilkum, nísta hold-
iausum fingrum að kverkum þínum, þang-
að til bein sker bein? Veiztu, hvað það er að
finna dökk trén við stíginn hvelfast yfir þig,
færast nær í sífellu með óménnsku hljóði,
reyna að loka þig inni í svörtu gapi, þar
sem hvert horn, hvert skot hlær brjáluðum
hæðnishlátri, unz þú tryllist, baðar út hönd-
unum, nístir saman augunum og öskrar,
öskrar hærra en allt hitt til samans og hverf-
ur inn í þessa vitskertu hringiðu?
Allt þetta þekkti hann, og hann hafði oft
fundið þessa lamandi tilfinningu, sem gagn-
tekur myrkfælinn mann, þegar hans eigið
skóhljóð bergmálar á auðu stræti, eðá þegar
stóru eikarnar í skóginum kasta því á milli
sín eins og hvert tré sendi frá sér hvíslandi
draug, sem allir stefna að sama marki, hon-
um sjálfum.
Það vissi enginn, af hverju hann var svona
myrkfælinn, ekki einu sinni hann sjálfur.
Faðir hans, sem var skógarvörður, lézt þeg-
ár drerigurinn var aðeins þriggja ára, og
síðan hafði hann alizt upp hjá móður sinni,
leikið sér í skóginum á daginn, en strax og
rökkrið fór að læðast að rótum trjánna,
hljóp hann inn, hjúfraði sig að móður sinni
og starði kvíðafullur til dyranna, eins og
hann óttaðist, að eitthvað ógnandi biði úti
lyrir. Þegar liann stækkaði varð þetta hræði-
leg kvöl. Móðir hans strauk honum blíðleoa
yfir hárið og reyndi að hugga hann, en það
gekk ekki, og næstum hverja nótt grét hann
sig í svefn, eftir að liafa hjúfrað sig undir
sængina, gripið dauðahaldi í hana og reynt
að byrgjá sérhverja smugu.
Svo þurfti hann að fara að vinna. Hann
var laghentur, og það var smiður í útjaðri
borgarinnar, sem gjarnan vildi hafa þeririan
þögla pilt. F.n þegar dimmdi, kveikti pilt-
urinn öll ljós á verkstæðinu, svo smiðrium,
senr var sparsamur, þótti nóg um. Hann
lann að þessu, en Joá leit pilturinn á hann
með svo heitri bæn í augnaráðinu, að gamli
maðurinn hristi einungis höfuðið, gekk
burt og lét ljósin loga. En úti var allt
dimmt, og þegar hann gekk heim á kvöld--
in, voru svartir gluggarnir eins og augna-
tól'tir, sem seiddu hann til sín og hann tróð
höndunum í vasa og kreppti fingurna inn
í lófann, svo neglurnar skárust inn í Iiold
hans og liann varð að bíta á vörina til að
stilla sig um að æpa.
Húsið þeirra stóð rétt utan við borgina.
Vegurinn þangað var stuttur, en hann var
líka mjór, einungis höggvinn skógarstígur,
vaxinn trjám á l)áða vegu. Hann var um
fimm hundruð rnetra langur, en í augum
j)i 1 tsins var liann heil eilífð. Með dynjandi
hjartslætti hljcp hann þennan síðasta spöl,
tárin stóðu í barnslegum augum hans, og
Itann heyrði hvernig sífellt fjölgaði óvætt-
unum fyrir aftan hann, hvernig þeir nálg-
uðust meir og meir, þar til hann þoldi það
ekki lengur, en sneri sér grátandi við í von-
lausri uppgjöf, þá bráði af honum. Hann
kom oft grátbólginn heim, og honum fannst
það minnkun, en móðir lians tók í hönd
hans og talaði blíðlega til hans, unz lijarta
hans hætti að berjast eins ótt og títt og svit-
inn perlaði ekki lengur á enni hans.
En hann þoldi ekki til lengdar þessa
spennu, hann fór að drekka, og drakk þar
til hann var nær rænulaus, þá liélt hann
lieimleiðis svo deyfður, að öll utanaðkom-
aridi áhrif vorn framandi og skiptu liann
MUiNINN 115