Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 36
IÞROTTASPJALL
Enn líður að lokum langs vetrar. Nemend-
ur skólans taka flestir að snúa sér óskiptir
að náminu og freista þess að bæta nokkru
við kunnáttu sína, eða öllu heldur reyna að
klóra í bakkann. Dregur þá vissulega úr
útlimagleði margra, en þó fá hörmungar
prófa og lestrarannir naumast aftrað mönn-
um að bregða sér út á völl til þess að sparka
í bolta, eða á skíði. Nú á ofanverðum vetri
hefur ærið margt verið aðhafzt á vettvangi
íþrótta í M.A., sem vert er að gefa gaum.
Handbolti.
í febrúar og marz fór fram skólamót M.A.
Var það haldið í Rafveituskemmunni. Eitt
lið úr hverjum bekk tók þátt í mótinu, sem
var skemmtilegt á köflum. Mjög var úrslita-
leikurinn tvísýnn, en þar áttust við hinir
fornu keppinautar 5. og 6. bekkur. Lauk
leiknum með naumum sigri 5. b.
Voru þeir vel að sigrinum komnir, þar
sem jreir hafa æft vel í vetur. Beztan ein-
stakling í mótinu tel ég Jakob Hafstein 6.
b., sem átti frábæra leiki.
Úrslit:
1) 5. bekkur 6 stig
2) 6. bekkur 4 stig
3) 4. bekkur 2 stig
4) 3. bekkur 0 stig.
Akureyrarmótið sigraði Í.M.A. og sönn-
uðu handknattleiksmenn ótvírætt, að hand-
knattleikur hefur sjaldan eða aldrei risið
jafn hátt sem nú í skólanum.
Körjubolti.
í síðari hluta marz lauk skólamótinu í
körfu. 5 lið tóku þátt í því, eitt úr hverjum
bekk nema tvö úr 4. bekk. Mótið sigruðu
6. bekkingar, og er það í þriðja árið í röð,
sem jressir sömu piltar fara með sigur af
hólmi. Liðið skipuðu: Jólrannes Gunnars-
son, Kristófer Þorleifsson, Stefán Eggerts-
son, Kjartan Guðjónsson, Bjarni G. Sveins-
son, Jakob Hafstein og Arnar Einarsson.
Frjálsar.
Mikill fjörkippur hefur færzt í frjálsíþrótta-
menn. Haldin hafa verið tvö innanhússmót
livort öðru betra. Leikur enginn vafi á jrví,
að í M.A. eru menn, sem skipa sér á bekk
með beztu stökkvurum á landinu.
Birtast hér helztu árangrar úr hinu síð-
ara, sem var skólamót M.A.
Langstökk án atrennu:
1. Guðmundur Pétursson 5. b. 3,19 m
2. Stefán Eggertsson 6. b. 3,14 m
3. Ríkharður Kristjánsson 6. b. 3,05 m
4. Höskuldur Þráinsson 6. b. 2,99 m
Keppendur voru 13.
Þristökk án atrennu:
1. Haukur Ingibergsson 5. b. 9,40 m
2. Stefán Eggertsson 6. b. 9,37 m
3. Höskuldur Þráinsson 6. b. 9,13 m
4. Guðmundur Pétursson 5. b. 9,03 m
Keppendur 13.
Flástökk án atrennu:
1. Haukur Ingibergsson 5. b. 1,50 m
2. Jóhann Gunnarsson 6. b. 1,45 m
3. Jakob Hafstein 6. b. 1,45 m
Keppendur 12.
Hástökk með atrennu:
1. Kjartan Guðjónsson 6. b. 1,87 m
2. Haukur Ingibergsson 5. b. 1,70 m
3. Jóhannes Gunnarsson 6. b. 1,65 m
Keppendur 14.
Sjötti bekkur hlaut 47 stig og fimmti 41.
Aðrir bekkir hlutu ekki stig.
144 MUNINN