Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 35

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 35
MINNING Þegar sólin hættir að senda geisla sína og tunglið varpar fölvum bjarma yfir mennina, hugsa ég um þig og finn varir þínar snerta vanga minn og ég fer höndum um líkama þinn og þú horfir á mig og segir ástarorð við mig, og björt augu þín spegla fegurð jarðarinnar, en þó ann ég þér ekki. Og varir okkar mætast og heit faðmlög þín gleðja mig, en hugur minn er ekki hjá þér leng- ur og ég hvísla ekki lengur í eyru þín heldur stúlkunnar er býr fyrir handan fjöllin og sagðist elska mig, en síðan hafa dagarnir liðið, og nú er hún aðeins í minningunni, og ég reyni að halda að þú sért hún. H. Bl. MUNINN 143

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.