Muninn

Volume

Muninn - 01.04.1966, Page 35

Muninn - 01.04.1966, Page 35
MINNING Þegar sólin hættir að senda geisla sína og tunglið varpar fölvum bjarma yfir mennina, hugsa ég um þig og finn varir þínar snerta vanga minn og ég fer höndum um líkama þinn og þú horfir á mig og segir ástarorð við mig, og björt augu þín spegla fegurð jarðarinnar, en þó ann ég þér ekki. Og varir okkar mætast og heit faðmlög þín gleðja mig, en hugur minn er ekki hjá þér leng- ur og ég hvísla ekki lengur í eyru þín heldur stúlkunnar er býr fyrir handan fjöllin og sagðist elska mig, en síðan hafa dagarnir liðið, og nú er hún aðeins í minningunni, og ég reyni að halda að þú sért hún. H. Bl. MUNINN 143

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.