Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 11
til að lesa heima og taka yfirlitspróf að þeim
undirbúriingstíma liðnum. Það mætti setja
fyrir kafla í samhengi og raða lestrarefninu
öðruvísi en gert er í bókunum. Að þessu
lestrartímabili loknu, á undan eða eftir
prófinu, ætti kennarinn að halda yfirlits-
fyrirlestur um efnið fyrir stóran hóp í einu.
Hann ætti þá að tengja atburðina saman,
skýra orsök og afleiðingu þeirra, leiða í
Ijós megindrættina og rekja þráðinn. Þá
væri tilvalið að hafa tvo sögutíma í viku, í
hverjum kennarinn héldi smá tölu og skýrði
ýtarlega einhver atriði í sögunni, talaði um
einhvern merkismann, greindi rækilega frá
hinum ýrnsu stefnum, viðhorfum, bók-
menntum og listum eða einhverjum þeim
atburði í sögunni, sem væri þess verður að
staldra við hann. Eg er sannfærður um, að
þetta væri miklu betri söguundirbúningur
heldur en við nú fáum. Nemendur myndu
lesa söguna í meira santhengi, tengja at-
burðina betur og fá miklu betra yfirlit yfir
atburðarásina. Nú leggja nemendnr á sig
einstök, sundurlaus atriði og ártöl til þess
að geta svarað út úr á prófi og missa þann-
ig heildarsýn á sögunni. Með þessu fengist
ekki síðri vitneskja um kunnáttu nemenda,
því að tímaupptökur eru mjög tilviljun
háðar. Einnig skapaðist nokkurt rúm fyrir
námsgreinar, sem líða fyrir tímaskort. Þá
vantar fræðslu í félagsfræði í skólanum og
ætti að bæta henni við sögunámið.
Stærðfræðigi'einarnar líða mest og verst
fyrir tímaskort og er það mjög alvarlegt.
Úr því mætti e. t. v. bæta með því að sam-
eina meir heimavinnu og tímakennslu og
minnka þannig tvítekninguna. Ohætt væri
að lengja skólasetuna á daginn og láta nem-
endur vinna rneir í skólnum undir leiðsögn
kennara. Þá þyrlti væntanlega ekki að fara
aftur í efnið og heimavinna mundi minnka
til numa. Þá rnætti gera þessar greinar líf-
legri og hugtækari með því að skjóta inn
viðbótum um sögu stærðfræðinnar og þró-
un og skýra meir þýðingu einstakra atriða
og lögmála.
Annars held ég, að dagsverk nemenda sé
yfirleitt alltof fjölþætt og námið því mjög
sundurslitið. Einnig vantar meiri sjálfstæða
vinnu, því
„menntunin verður ei heil né hálf,
ef liugsið þið eigi og skapið sjálf,
hve margt, sem þið lesið og lærið,“
eins og skáld eitt hefur réttilega bent á.
Ef til vill hef ég sum staðar verið ósann-
gjarn í dómum mínum og sett fram hálf-
gerðar „útópíu“ hugmyndir, en ég bið samt
alla vel að virða þennan umbótavilja og
lykta hér máli mínu.
Guðmundur Pétursson.
Skrítlur
Danska i 4. ma:
Jón Margeirson: „Hefur ekki heppnast
vel að hafa þessi mánaðarfrí?"
Náttúrufrœði i 4. mb:
Sverrir Páll stendur upp í miðjum tíma
til að loka glugganum.
Steindór: „Er þér kalt, garmurinn?"
Sverrir: „Já.“
Steindór: „Já, það er svona með þessa
ltoldgTÖnnu menn. Þeir þola engan kulda.“
Saga i 3. c:
Steindór: „Þið farið allir saman til fjand-
ans.“
Rödd úr bekknum: „Þú færð þá ekki
ómerkilega samfylgd.“
íslenzka i 4. ma:
Verið er að ræða um orðið ballr, heyrist
þá hlátur mikill aftur í bekk.
Árni Kristjánsson: „Ég heyri, að nú hef-
ur einhverri dottið eitthvað Ijótt í hug.“
MUNINN 1 1 9