Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 23

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 23
„Cins og par stendur Það geisaði hlöðuball á Sal, þegar við Jón Baldvinsson leituðum afdreps uppi á hana- bjálkalofti. Notaði ég tækifærið og safnaði saman skírustu gullkornunum, er hrutu af munni Jóns handa glysgjörnum vizkufugl- um Munin. Spjall hans fjallaði að mestu um skólafélagið Hugin, enda er Jón ný- sjálfkjörinn formaður þess, eins og kunn- ugt er. ,,Já, þetta með formennskuna. Það fylg- ir vandi vegsemd hverri, eins og þar stend- ur. Ég býst við, að starfið eigi eftir að taka frá mér talsverðan tíma, ef ég ræki það af alúð, eins og ég er ákveðinn í. En ég tek glaður við þeirri byrði í von um, að ég geti orðið að gagni með því að stuðla að auknu félagslífi." „Og þú gefur þá skít í námið?“ „Þvert á móti, því að ég álít, að félags- starf sé námsgrein, sem er stór liður í þeim þroska, sem við eigum að öðlast hér í skól- anum.“ „Ertu ánægður með undanfarið starf Hugins?“ „Já, mér finnst það hafa verið með allra bezta móti í vetur, þrátt fyrir þröngan fjár- hag, og slíkt ber að þakka stjórninni. Ég þykist vera dómbær á það, þar sem ég á nú senn sex vetur að baki hér í skóla, en tölum nú ekki meira um það.“ „Þá kemur stóra spurningin: Hvernig vilt þú stýra starfsemi félagsins næsta vet- ur?“ „Það er auðvitað margt, sem gaman væri að gera. Nú getum við t. d. leyft okkur meiri íburð í fyrirlesara, og margt fleira mætti bæta með bættum fjárhag. En að öðru leyti verður sami grautur í sömu skál. Við þyrftum þó að koma í framkvæmd hug- myndinni um kvöldvökur, sem gætu stuðl- að að aukinni kynningu meðal nemenda. Ég gæti t. d. hugsað mér, að gangarnir skiptu þeim á milli sín, og auðvitað tækju bæjarmenn þátt í þessu líka, því að þátttak- an verður að vera sem ahnennust. Kvöld- vökurnar eiga að vera í léttum og skemmti- legum stíl, þar sem flutt yrði t. d. frumsam- ið efni eftir nemendur sjálfa. — En annars er starfsemi félagsins óskipulögð enn þá, svo að bezt er að segja sem fæst og lofa engu.“ „Hvað um einstakar deildir Hugins?“ „Ég vona bara, að stjórnir deildanna verði svo skeleggar í sínu starfi, að stjórn Hugins þurfi lítið að skipta sér af þeim. En sérstaklega finnst mér þó að reisa þurfi Raunvísindadeild upp úr þeim forarpolli, sem hún hefur sokkið í í vetur.“ „Hvað finnst þér um almennan áhuga nemenda á félagsmálum?“ „Það er sama vandamálið hér og annars staðar, að félagsstörfin hlaðast á herðar fárra manna. En e. t. v. mætti bæta úr þessu MUNINN 131

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.