Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 10

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 10
leit og íhugun nemenda á sviði bókmennt- anna. Inn í þetta mætti ílétta leiðsögn og æfingu í upplestri og framsögn, en kennslu í hinum talaða þætti málsins er mjög ábóta- vant. Það er hreinlega ekki gengið eftir því, að nemendur lesi íslenzku sómasamlega, skýrt og með réttri hrynjandi, og afleiðing- in er sú, að margir nemendur eru bókstaf- lega ekki læsir. Þá væri ekki óviðeigandi, að íslenzkukennarar hefðu með höndum til- sögn í ræðulist og rökfræði og hluti íslenzku- tímanna væri notaður til þess. Nemandi mundi þá flytja stutta framsöguræðu og síðan væri málið rökrætt að fundarhætti og reynt að leita að kjarna þess. Kennarinn mundi svo eftir föngum reyna að leiðbeina og gagnrýna bæði flntning allan og rökvísi. Þetta mundi örugglega auka lilutlægni, dómgreind og heilbrigða rýni nemenda. Þetta væri einnig mjög góður undirbúning- ur fyrir þátttöku í málfundum, en þeim eru nú ætluð tvö ósamliæfanleg hlutverk, svo árangurinn verður næsta bágborinn. Eg held, að málfræðistaglið sé of ríkjandi í íslenzkukennslunni. Mér finnst alves ófært, þegar skáldverk eru limlest og sund- urbrytjuð af málfræðigreiningu. Auk þess er ég alls ekki viss um, livort málfræðigr'ein- ing miðar að fullkomnari tjáningu, fegurri og skilmerkilegri, og nákvæmari skilningi, eða hvort öll þessi þekking á smáatriðum og sundurliðun málsins er til þess fyrst og fremst að pekkja málið eins og málvísinda- menn. Ég held, að það gæfi eins góða raun að fara ítarlegar í merkingarfræði (orðskýr- ingar) nútíðarmáls og auka iifandi orðaforða nemenda. Það mundi betur stuðla að skýr- leik í tjáningu og hugsun, heldur en þekk- ing á undirflokknm og stofnum ein- hverra orðflokka. Ég er alls ekki á móti mál- fræðinámi, því það stuðlar vissulega að réttri notkun málsins, en mér finnst bara of langt gengið stundum á því sviði. Tungumálakennslan finnst mér vera dá- lítið misheppnuð. Það er ekki lögð næg áherzla á að þjálfa nemendur í að beita þeirri litlu þekkingu, sem þeir öðlast í mál- unum. Það ætti að leggja meiri áherzlu á framburð og lifandi notkun málsins í stað þess að fást við svo furðulega mikið við ná- kvæmar textaþýðingar. Það væri óhætt að minnka svolítið orðaforðann, sem nemend- um er ætlað að læra, til þess að þeir réðu betur við minni skammt og gætu notfært sér hann. Einnig er tilvalið að láta nemend- ur skrifa meira frá eigin brjósti á erlendum málum. Þá finnst mér, að kenna ætti þýzku í stað frönsku í 6. s, en kenna frönsku 4—5 tírna á viku í 5. s og taka stúdentspróf í frönskn upp úr 5. bekk. Franskan er hvort eð er svo fjarlæg, en aftur á móti er þýzkan farin að skýrast í 5. bekk og því mjög gagnlegt að halda henni áfram í 6. bekk (5 tíma á viku). Tveir enskutímar á viku í 5. s. eru alveg gagnslausir og væri miklu nær að auka enskukennslu í 4. bekk, útrýma um leið latínunni og taka þá stúdentspróf í ensku. Þá er það sögukennslan, sem er í ískyggi- legu horfi. Hvergi nýtist tíminn verr. Ég gerði um daginn athugun í mínum bekk, og mér virtist, að í mesta lagi 3—4 tækju eftir því, sem fram fór milli kennarans osr þess, sem „uppi“ var. Þetta er í rauninni mjög eðlilegt, þar eð ekki er rætt um annað en það, sem í bókinni stendur, — efni, sem þarfnast ekki nauðsynlega skýringa — enda ógerlegt að fara út fyrir bókina, ef komast á yfir námsefnið á núverandi vísu. Það fljóta auðvitað með athugasemdir og viðbætur, en slíkt fellur alveg inn í unrrætt sanrtal og fer því franrhjá flestum. Þetta er staðreynd, senr einnig kennarar lrljóta að gera sér grein fyrir. Vafalaust væri betra, ef lrætt væri að taka upp, en í stað þess nrundi kennarinn brýna raust sína og halda snrá yfirlitstölu unr kaflann og lífga efnið með því að segja ýtariegar frá einlrverju því viðkomandi. Onnur leið og öllu nýstárlegri er sú að sleppa lrreinlega öllum þorra sögutímanna, og setja fyrir svo senr þriggja vikna yfirferð 118 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.