Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 34

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 34
Skammt er milli skota. Skýlaust mun nú það: Erling allir nota í enniskúlustað. Þótti nú ritstjóranum nóg komið og vildi ólmur slíta fundi. Þá orti Hjalti Pálsson: Vanmáttur Erlings rennur mér til rifja. Raun er að vita svo ósjálfbjarga mann. Fundarstjórann farið er að syfja. Flestir reyna að yrkja níð um hann. Varð nú ekki lengur staðið á móti vilja Ljóðaföður og var fundi slitið. A fundinum hafði lítill miði gengið meðal manna og höfðu þeir krotað á hann eina og eina hend- ingu. Varð úr því hin snotrasta sonnetta, sem með lipurð má raula undir laginu „Nú andað suðrið. . . . “ H. Bl.: Oft á kvöldin yrki eg ljóð um Grétu, G. F.: andinn svífur hátt á vængjum þöndum. H. F.: Hugurinn finnur stað í ljóðalöndum, J. Bl.: les af andans trénu marga hnetu. R. A.: Astarstjarna liátt á himni grætur, JH.J.: lielgar lindir spegla unaðsfoldu. H. Þ.: Tár mín hrynja oná maðk í moldu, R. J. R.: má samt hvíla einn um langar nætur. H. Bl.: „Strengur er brostinn, brátt er þorrið afl.“ H. F.: Blóð mitt er heitt, en andinn virðist þrotinn J. Bl : í kaffi mínu kornið tóbaks finn. G. F.: Ljóð rnitt er aðeins hálfkák eitt og hrafl, H. F.: hugarins kraftur löngu niðurbrotinn. H. Bl.: Fíflaði dólgur fríða svannann minn. Ekki verður meira kveðið að sinni. — 7 vö tillmgði Framhald af blaðsíðu 134. Hann datt niður við dyrastafinn. Ýsurn- ar lentu á þröskuldinum við fætur konunn- ar. Fiskisagan flaug um þorpið. „Hjartað,“ scjgðu menn um leið og þeir flögguðu í liálfa stöng. „ Hann fór einum of snemma. Það lítur nefnilega út lyrir gott tíðarfar næstu daga.“ Framhald af blaðsíðu 135. í loftið og missti handfestuna. Hann féll niður. Höfuðið kom á borðstokkinn áður en liann skall í sjóinn. Rigningardroparnir héldu áfram að detta, sumir á bryggjuna og aðrir í sjóinn, eins og þeim fyndist hann ekki nógu djúpur. Þeir fundu hann daginn eftir. Veðrið var svipað, og þeir voru þess vegna í slæmu skapi, þótt þeir vissu, að nú myndi rýmk- ast við bryggjurnar og einhver þeirra fá skúrinn hans. Og einn þeirra muldraði: „Hann fór einum of snemma. Hann var ekki buinn að gera við skúrinn sinn.“ T. 112 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.