Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 13

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 13
is Scholae Hér verða nú raktir nokkrir merkisatburð- ir, er gerzt hafa frá því er síðasti annáll var ritaður. Hefst frásögnin á föstudegi 11. febr. en þá hélt hvorki meira né minna en 35 manna fríður flokkur á vegum L.M.A. til Olafsfjarðar og Siglufjarðar. Sýndu þeir sjónleik sinn, „Einn þjónn og tveir herrar“, tvisvar á Olafsfirði og þrisvar á Siglufirði við ágætar undirtektir á báðum stöðum. Sneru síðan aftur til Akureyrar. Miðviku- daginn 16. febr. fóru 17 íþróttamenn og 5 britsspilarar í keppnisför til Reykjavík- ur, kepptu þar og töpuðu. Telst þetta og merkisatburður. Næsta mánudag var haldin bókmennta- kynning í setustofunni. Var þar kynntur Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal. Gísli Jónsson kennari flutti um hann forkunnar- skemmtilegt erindi, og þrír af fremstu leik- urum Akureyrar, Björg Baldvinsdóttir, Ragnhildur Steingrímsdóttir og Guðmund- ur Gunnarsson lásu upp. Ennfremur las Sigurgeir Hilmar. Á sprengidag var spurningasalur og spurn- ingar sem áður margar, en misjafnar. Skóla- meistari svaraði að vanda því, er til hans var beint, en hinsvegar kaus Þórir Sigurðs- son ekki að svara þeinr fjölmörgu fyrir- spurnum, er rnenn vörpuðu til hans; taldi þær réttilega of fávizkulegar til að vera svaraverðar. — Sanra kvöld hélt 5. bekkur dansleik að Hótel K.E.A. til ágóða fyrir Noregsferð þá, sem leiðtogar bekkjarins áforma nú í vor. Aðsókn var þó fremur lé- leg; söngvari með hljómsveitinni var Ósk- ar Mikaelsson. Laugardaginn 26. febrúar kom í skólann flokkur ágætra gesta sunnan yfir fjöll. Voru þeir á vegurn stúdentaráðs H.í. og Sam- bands ísl. stúdenta erlendis. Forkólfar gest- anna ávörpuðu nemendur á Sal, en síðar um daginn veittu þeir upplýsingar varðandi val á námsbrautum utan lands og innan, og færðu sér það margir í nyt. Sama dag var febrúarsýning Borgarfilmunnar, ,,I gær, í dag og á morgun". Þess er og skylt að geta, að samdægurs sendi I.M.A. frá sér nýtt blað, er Þjálfi nefndist. Hafði það aðallega að geyma pistla af vettvangi íþrótta í skólan- um, og var þessvegna almennt harla vel þegið. Ritstjóri blaðsins var Guðmundur Arnaldsson. Þriðjudagskvöldið 1. marz var efnt til málfundar í setustofunni. Umræðuefni voru tvö: „Á þjóðkirkjan rétt á sér?“, frummæl- andi Ragnar Jón Ragnarsson og „Er kurt- eisi karlmanna gagnvart konum ábóta- vant?“, frummælandi Regína Höskuldsdótt- ir. Fór fundurinn ekki svo vel fram sem skyldi, en umræður voru eigi að síður all- fjörugar. Á föstudagskvöld hélt Björn Tli. Björns- son listfræðingur stórfróðlegt erindi í setu- stofunni. Fjallaði það um hreyfingu og liti MUNINN 1 21

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.