Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 6

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 6
lá rithöfundum, þótt efnistök þeirra séu nokkuð fálmkennd, en allt stendur til bóta og hver veit nema nýtt blómaskeið eigi eftir aðÍT.enna. En þá þarf að koma til lífrænn áhugi alls almennings í vaxandi mæli; því svo lengi sem fólkið í landinu gefur sér tíma til að lesa góðar bækur, ræða um þær og meta þær, er bókmenntunum ekki hætt. Og jaln lengi er þarflaust að örvænta um framtíð íslendinga sem þjóðar: „Því fólkið deyr ef hverfa ljóð af tungu“; svo snaran þátt hafa bókmenntir ofið í líftaug þjóðarinnar frá fyrstu tíð og munu gera framvegis, nema eitthvert stórveldanna gleypi okkur með húð og hári og innleiði nýja og heillandi menningu í stað okkar gömlu. Svo mun þó ekki fara, meðan við eigum sjálfstæðan metnað, — og því má bæta við, — meðan við eigum skapandi listamenn. Því svo mælir Tómas Guðmundsson í Avarpi Thalíu: „Sú þjóð, sem listin sköp og skyldur kýs, á skemmstu leið til hamingju og friðar. Svo hlýð þá hennar gullnu riidd. Þá rís mitt ríki, draumsins jörð, í veröld yðar.“ Að i.okum starfsferils míns við Munin er mér ljúft að þakka öllum, er lagt hafa blaðinu lið. Það hefur á ýrnsan hátt verið mér til ánægju að vinna að útgáfu þess, þótt gjarna hefði ég viljað, að ávöxtur starfsins væri meiri og betri. En ég vona heils liugar, að reisn Munins vaxi og vegur hans aukist í framtíðinni, og árna eftirmanni mínum velfarnaðar í starfi sínu. Gildi skóla- blaðs þverr vissulega ekki þótt tímar líði; og ég vænti þess, að Muninn megi, hér eftir sem hingað til, vera heilladrjúgur vettvangur til þjálfunar ýmissa þeirra, er síðar reynast góðir verkamenn í víngarði íslenzkrar tungu. Ég flyt ritnefndarmönnum öllum alúðarþökk fyrir ágæta samvinnu, svo og ábyrgðarmanni, Friðriki Þorvaldssyni, fyrir einstæða lipurð í samskiptum öllum. Ennfremur færi ég auglýsingastjórn kærar þakkir vegna sinnar ár- vekni, en undir dugnaði hennar er líf blaðsins öðru fremur komið. Síðast en ekki sízt tjái ég forráðamönnum Prentverks Odds Björnssonar þakkir fyrir fjárhagsleg fríðindi, fúslega í té látin nú sem áður; einnig þakka ég þeim og öðrum starfsmönnum Prentverksins vinsemd og traustleik í öllum við- skiptum vegna blaðsins. Að síðustu óska ég Menntaskólanum á Akureyri farsældar í starfi á ókomnum árum. Ég bið honum þess lilutskiptis að vera ætíð það höfuðvígi mennta og menningar, sem honum var frá öndverðu ætlað. Ég á þá ósk bezta skólanum til handa, um leið og ég kveð hann, að orðin, sem hljóma um sal- arkynni lians á hverjum vetri, séu öllu því starfi, sem þar fer fram, ævarandi leiðarljós: „Sýnum það, að afl og andi eigi skóla norðanlands.“ Ritað nálægt sumarmálum 1966. 114 MUNINN Gunnar Stefánsson.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.