Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 4
vöxtur smásagnagerðar, — sem á allan hátt er gleðiefni, — veitir tilefni til
að ræða nokkrum orðum ástancl íslenzkrar sagnagerðar nú um stundir, við-
fangsefni höfunda og vandamál, svo og framtíðarhorfur sagnalistar, ef nokk-
uð er unnt að ráða í hið ókomna á tímum þegar allt er á hverfanda hveli.
Stundum hevrist þeim boðskap haldið á lofti, að skáldsagan sé dauð; auk
heldur hefur stórmeistari íslenzkrar sagnalistar þrásinnis látið orð um það
falla, að tími skáldsögunnar sé liðinn, og samkvæmt því snúið sér að annarri
skáldskapargrein með vafasömum árangri. Því er heldur ekki að neita, að
síðustu ár liafa næsta fá frábær skáldverk í óbundnu máli komið á markað;
við eigum því miður engan ungan rithöfund, er heldur til jafns við þau
stórveldi, sem voru upp á sitt bezta fyrir síðustu heimsstyrjöld. Hinsvegar
sýnist mér sú staðhæfing firra, að skáldsagan sé dauð á íslandi; sagnaformið
deyr aldrei meðan frásagnarverðu mannlífi er lifað, — og við skulum vona,
að svo verði hér framvegis. Og ef við lítum í kringum okkur í garði bók-
menntanna, sjáum við nokkra, — að vísu alltof fáa, — unga skáldsagnahöf-
unda, sem líklegir eru til afreka. Þessvegna tel ég fráleitt að örvænta um
framtíð skáldsögunnar hér á landi.
Nokkrar af skáldsögum þeim, er síðasta ár færði íslenzkum lesendum í
hendur, vöktu athygli og umtal, — einkum tvö stór ádeiluverk ungra höf-
unda. Ekki virðist þar hafa ráðið listrænt gildi verkanna, heldur nokkurs-
konar „persónulegar ástæður"; þessir ungu höfundar eru semsé alldjarftækir
í notkun lifandi fyrirmynda að sögupersónum sínum. Því ber ekki að neita,
að sögur þessar eru ærið gallaðar, og senr ádeiluverk missa þær marks að
verulegu leyti, auk þess sem þær eru flausturslega unnar á marga lund. Samt
eru þær ferskar og þróttmiklar og útkoma þeirra veigamikill stuðningur
þeirri skoðun, sem að framan var tjáð, að skáldsagnagerð eigi sér framtíð á
íslandi.
Því ber vissulega að fagna, að ungir rithöfundar vilji segja þjóðfélaginu
til syndanna af þrótti og alvöruþunga. í umræddum skáldverkum kemur
fram merkileg viðleitni að gera upp sakir við hið falska og innantóma líf
nútímans og ganga á hólm við þau öfl, er höfundar telja háskaleg eðlilegum
viðgangi mannlegs samfélags. Þessi viðleitni mistekst, einkum vegna þess að
höfundarnir ætla sér ekki af, og ofsi þeirra gerir þá skeifhögga.
Margs þarf höfundur að gæta, sem vill setja saman ádeiluverk: ádeilan
verður að vera hnitmiðuð, takmörkuð; öllu fremur verður henni að vera
stefnt ofar naggi og skætingi dagblaða og löngun til að ná sér niðri á ein-
stökum mönnum. Og lifvænleg verða slík ritverk ekki, nenta höfundar haldi
þjóðfélagslegri reiði sinni í skefjum og sveigi boðskap sinn miskunnarlaust
undir lögmál listarinnar, eins og Halldóri Laxness tókst svo snilldarlega.
Það dylst engum, að stór hluti þeirra skáldsagna, sem út hafa komið síð-
ustu árin, er lágkúran einber; þar með þorri þess samsetnings, er kvenþjóðin
hefur lnúgað á markað og er á góðri leið með að stórspilla bókmennta-
srnekk þjóðarinnar. Er því þeim mun meira fagnaðarefni, að kona, Jakobína
Sigurðardóttir, skyldi verða til að skrifa fremstu skáldsögu ársins að listrænu
112 MUNINN