Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 26

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 26
Þetta var einn af þeim sólskinsdögum, þeg- ar tjörupappinn er orðinn gljúpur og svæf- andi suð fiskiflugnanna blandast mótor- skellunum, sem berast utan frá sjónum í kyrrðinni. Markús Móses var nýkominn að landi. Litli báturinn lá bundinn við bryggjuna, þar sem aflinn var, nokkrir fiskar, sem gljáðu í sólskininu. Það var orðið nokkuð langt síðan hann hafði aflað vel, enda var þetta fyrsti góðviðrisdagurinn, sem komið hafði í langan tíma. Hann vonaði, að veðr- ið myndi haldast svona, að minnsta kosti í nokkra daga. Eftir að hafa gert að aflanum og komið lionum fyrir í skúr sínum, hélt liann heim- leiðis. I annari hendinni hélt hann á tveim ýsum, sem hann ætlaði að færa konunni í soðið. Þetta voru 1 itlar ýsur, sem myndu þó nægja þeim tveim. Það lak úr sporðunum, því hann hafði gusað á þær vatni til þess að þvo af þeim mesta slorið. Húsið hans stóð uppi á kambinum, spöl- korn frá brúninni. Þar beið konan, lítil og lág eins og húsið. Honum datt þessi sam- líking í hug um leið og hann lagði af stað upp stíginn, sem lá upp á kambinn. Hann liallaði sér áfram. Hversu oft liafði hann ekki gengið þennan stíg með fiska í annari hendinni og kaffikörfuna í hinni. Hvert fótmál vakti með honum gamlar minning- ar, sem svifu um hugann eins og mávarnir í loftinu fyrir ofan hann. Stundum hafði liann hlaupið upp stíginn og varla blásið úr nös. En langt var síðan það hafði gerzt, og nú var svo komið, að hann varð að stanza við og við til þess að blása mæðinni. Einhvernveginn fannst honuin sér vera óvenju þungt fyrir brjóstinu, en það var líklega vegna hitans. Hann gekk nokkur skref. Hérna við þennan stein, sem stóð upp úr moldinni, hafði hann einn sinni dottið, þegar hann var að flýta sér á sjóinn og hljóp niður stíginn. Þá var hann rúm- lega tvítugur. í hendinni hafði hann hald- ið á nýju færi, sem hann missti í fallinu. það fór allt í flækju, og hann mundi enn, hve honum þótti það sárt. Þyngslin fyrir brjóstinu jukust, og liann settist á steininn. Ýsurnar lagði hann við hliðina á sér, svo að þær óhreinkuðust ekki í moldinni. Konan myndi vafalaust leysa nokkur orð, ef hún fengi þær moldugar. Hann sat þarna stundarkorn, þangað til þyngslin virtust líða hjá, og stóð svo upp. Ekki var óeðlilegt, þó maður á hans aldri mæddist af slíkri siönou. Nokkrir strákar komu hlaupandi ofan stíginn og mættu honum. Hann vék til liliðar, sneri sér við og horfði á eftir þeim. Þannig var það, hugsaði hann og andvarp- aði. Hið gamla vék fyrir hinu unga. Hann hélt áfram. Bráðum var hann kom- inn alla leið. Konan myndi bíða hans í dyr- unum, kalla til hans og spyrja, hvað hann kæmi með í matinn, rétt eins og hún sæi það ekki. Aftur jukust þyngslin. Honum sortnaði fyrir augum, en nú var liann rétt að korna lieim, og hann ákvað að leggja sig og hvíl- ast. Honnm var orðið ljóst, að þetta staf- aði ekki af hitanum, en nú leið honum bet- ur, er hann var kominn á jafnsléttu. Það birti fyrir augunum og þyngslin minnkuðu. Þarna stóð konan í dyrunum og hann heyrði liana kalla. Hann brosti og gekk nær. „Hérna hefurðu tvær ýsur. . . .“ Hann ætl- aði að segja eitthvað meira, en skyndilega þyrntdi yfir hann og umhverfið virtist fjar- lægjast. Hugsunin varð óskýr. Hann rétti út hendina. Hann vissi ekki almennilega. . ekki. ... — Framhald á blaðsíðu 142. 134 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.