Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 40

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 40
inn (Með þökk til St. St.) Nafn mitt er Enginn, ég veit, að þið vitið það, veröldin öll, jafnt rónar sem auðvaldsins drottnar. Mína síðustu kveðju ritar á rifið blað rauðþrútin drykkjumannshönd, er lifandi grotnar. I»ið þekktuð mig öll. Ég var góður maður og gegn og greiddi mitt útsvar sem heiðvirðum borgara sæmdi. En svo varð ég drykkjunnar þrárækur, vesæll þegn, og það var sú bölvun, er pyngjuna náðarlaust tæmdi. Og nú er ég félaus, fötin mín rifin og snjáð. Fæst ekki slökktur minn eilífi brennivínsþorsti. Mitt líf jafnt sem dauði er duttfungum ykkar háð, hér drekk ég mitt vín eða sálast að öðrum kosti. jobbi. 148 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.