Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 8
engu, hann var óttalaus á meðan. Eftir það
kom hann oft drukkinn heim, og á hverju
kvöldi tók móðir hans á móti honum, hátt-
aði hann ofan í rúm og grét við rúmstokk
hans, ekki vegna vínsins, sem var honum
einungis blessun, heldur þau örlög, sem
dæmt höfðu einkason hennar í þessa ógæfu.
Á hverjum morgni hét liann að bragða
aldrei vín, á hverju kvöldi kom hann drukk-
inn heim. Hann reyndi og reyndi, en nteð
myrkrinu kom alltaf þessi þrúgandi ótti,
sem ekkert virtist geta hamið og rak hann
miskunnarlaust til vínsins. Hann drakk
aldrei með vinum sínum, þegar þeir fóru
út að skemmta sér, en þegar Jreir tóku að
tínast burt og hann var einn eftir, greip
hann til vínsins og drakk sem óður væri.
Dagarnir liðu, móðir hans varð sífellt
veiklulegri. Þetta var henni of þung byrði.
Hann skildi það, og dag einn hét hann
henni hátíðlega að bragða ekki vín framar,
og hann stóð við J:>að. En dagarnir urðu
kvalafidl bið eftir því ókunna, sem hann
óttaðist svo mjög. Hann hugsaði vart um
annað en myrkrið, dimm strætin, dansandi
skuggana í skóginum, um holt, draugalegt
hljóðið, þegar vindurinn Jruit milli grein-
anna og gamla hiiðið, sent ískraði eins og
dauðahrygla kafnandi rnanns.
Það sótti því að honum ótti, þegar hann
var beðinn eitt sinn að skila glerlampa, sem
verið hafði í viðgerð; tekið var að halla
degi, en hann lét ekki á neinu bera og hélt
af stað. Leiðin var löng, myrkrið jókst í sí-
fellu, lagðist þrúgandi yfir liann og virtist
ætla að gleypa hann. Hann leit bænaraug-
um til beggja hliða, alls staðar autt, aðeins
dimm skot og draugalegar gluggaborur.
Hjarta hans barðist, liann fann, hvernig tár-
in þrengdu sér fram í augu hans og kökkur-
inn stóð fastur í liálsi hans. Hendurnar
skulfu, hann heyrði ískra í ryðguðúm læs-
ingum og marra í tröppum. Hann leit
flóttalega í kringum sig, — ekkert, — en sí-
fellt magnaðist dynjandin fyrir eyrum hans,
varð eins og holskefla, sem skall yfir hann.
Hann átti aðeins eftir að beygja fyrir eitt
horn, og þá var hann kominn. Hann reyndi
að stilla sig, en gat það ekki og tók á sprett,
ég verð, ég verð. Hann nálgaðist liornið,
beygði fyrir það, en lirökk við og snarstanz-
aði. Beint á móti honum í rökkrinu við
vegginn sá hann standa veru, litla óhrjá-
lega veru, sem starði á hann. Hann ætlaði
að æpa og hlaupa burt, en áttaði sig svo.
Þetta var bara smábarn, lítil telpa, sem hall-
aði sér upp að veggnum og grét. Hann lok-
aði augunum, nreðan léttirinn fór um hann
eins og flóðalda. Þegar hann opnaði Jrau
aftur, var telpan hætt að gráta. Hún horfði
á hann stórum augum og snökti lítilshátt-
ar. „Ég er svo hrædd“. „Ertu hrædd, við
livað ertu hrædd?“ — ,,Ég er svo hrædd við
myrkrið, og ég rata ekki heim“. — Hann
settist á gangstéttina við lilið hennar og
reyndi að finna einhver huggunarorð. „Þú
þarft ekki að vera hrædd við myrkrið.
Myrkrið er bara ábreiða, sem guð breiðir
yfir jörðina svo að við getum sofið. F.f allt-
af væri ljós, gætum við ekkert sofið og vær-
um alltaf syfjuð“. Hann brosti við henni:
„Sjáðu þennan litla glngga. Hann er svart-
ur. En bak við hann er nóg ljós og fólk
eins og við. Hvernig getur nokkuð illt búið
í myrkrinu?“ Meðan hann var að tala,
hætti stúlkan að snökta. Hann fann, hvern-
ig ótti hennar rénaði, en hann fann líka,
hvernig hans eigin ótti hvarf, hvernig hann
virtist vakna af martröð; það var sem hula
væri dregin frá sjónum hans og hann sæi
inn í nýja veröld, veröld, þar sem ljós og
myrkur eru einungis tvær andstæður, en
báðar góðar og nauðsynlegar. Hann leit á
telpuna. Hún brosti við honum. „Við skul-
um koma heim. Hvar áttu heima, vina
mín?“
Þegar hann kom heim, var móðir hans
sofnuð. Hann læddist út aftur og þegar
hann opnaði dyrnar, flæddi myrkrið á móti
Framhald á blaðsíðu 123.
116 MUNINN