Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 16
heinrichböll: Qau5j Elsu Baskoleit Kjallari hússins, sem við bjuggum í áður fyrr, var leigður kaupmanni, Baskoleit að nafni. í forstofunni stóðu ætíð appelsínu- kassar á víð og dreif. Það var ýldulykt af ávöxtunum, sent biðu kontu sorpvagnsins, og bak við dimmt, ógagnsætt rúðuglerið heyrðum við oft hina djúpu, austurprúss- nesku rödd hans, sem kvartaði yfir erfiðum tímum. En í lrjarta sínu var Baskoieit glað- ur. Við vissum, eins og aðeins börn geta vitað, að skammir lians voru einungis leik- ur, líka ávítur hans í okkar garð, og oft kom hann upp þessi fáu þrep, sem lágu frá kjallaranum út á götuna, með vasana fulla af eplum eða appelsínum, sem hann kastaði til okkar eins og boltum. En áhugi okkar á Baskoleit var fyrst og fremst sprottinn af aðdáun á dóttur hans, Elsu. Elún hafði sagt okkur, að hún ætlaði að verða dansnrær. Kannski var hún þegar orðin það, að minnsta kosti æfði hún sig iðulega, æfði sig niðri i gulkalkaða kjall- araherberginu við hliðina á eldhúsi Basko- leits; ljóshærð og grönn stóð hún á táberg- inu, klædd nærskornum prjónabol, föl í andliti, sveif stundarkorn eins og svanur, þaut um eða stökk, tók sveiflur. Úr glugga svefnherbergis míns gat ég séð liana þegar dimmt var orðið. í rétthyrningnum, sem glugginn myndaði, blasti grænklæddur, grannur líkami hennar við augum, fölt og tekið andlitið og ljóshært höfuð hennar, sem sveif stundum utan í nakta ljósaper- una, sem tók að rugga og sendi gulan ljós- hring í nokkur augnablik fram í gráan húsa- garðinn. Fólk hrópaði „skækja“ yfir húsa- garðinn, og ég vissi ekki hvað ,,skækja“ var. Aðrir hrópuðu „viðbjóður", og þótt ég teldi mig vita, hvað viðbjóður væri, gat ég ekki hugsað mér, að Elsa ætti neitt skylt við hann. Gluggi Baskoleits var þá rifinn upp, og í steikarsvælunni birtist stórt, sköllótt liöf'uð iians, og í ljósinu, sem féll inn í húsa- garðinn úr opnum eldhúsglugganum hellti hann úr sér óskiljanlegunr skammaryrðum. Skömmu síðar var þykkt, grænt flauelstjald konrið fyrir gluggann á lrerbergi Elsu, svo að naumast gat nokkur ljósglæta komizt út, en ég lrorfði á liverju kvöldi í þennan dauf- glitrandi rétthyrning og sá lrana, þó að ég gæti það ekki: Elsu Baskoleit í eirgrænum, nærskornum prjónabol. í nokkrar sekúnd- ur sveif hún, grönn og ljóshærð, undir naktri ljósaperunni. En við fluttum búferlum nokkru síðar. Ég eltist og gerði nrér ljóst, hvað skækja var, taldi nrig þess fullvissan, lrvað viðbjóður var, sá dansmeyjar, en engin þeirra féll nrér eins vel í geð og Elsa Baskoleit, senr ég hafði aldrei neinar spurnir af. Við flnttnm til annarrar borgar, styrjöld skall á, löng styrj- öld, og mér varð ekki lengur hugsað til Elsu Baskoleit, minntist hennar auk heldur ekki, þegar við konrunr til gömlu borgarinnar á ný. Ég stundaði vinnu af ýmsu tagi, þar til ég varð bílstjóri lijá Ireildsala, senr verzlaði nreð ávexti. Það eina, senr ég raunverulega gat, var að aka flutningabíl unr borgina. Á hverjum nrorgni fékk ég listann nrinn, kassa með eplunr, appelsínum og perunr og körf- ur með plónrunr. Síðan hélt ég inn í borg- ina. Dag nokkurn, er ég stóð á planinu, þar sem bíllinn minn var hlaðinn, og var að bera farminn sanran við vörulistann nrinn, konr bókhaldarinn rit úr klefa sínunr, senr þakinn var með bananaauglýsingum, og spurði pakkhúsmanninn: „Getunr við afgreitt Baskoleit?“ „Hefur lrann pantað blá vínber rétt einu sinni?“ „}á“. — Bókhaldarinn greip blýantinn, senr liann hafði konrið fyrir bak við eyrað, og horfði furðu lostinn á pakklrúsnranninn. 124 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.