Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 22

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 22
„Þú færð' mig aldrei úr íötunum,“ sagði ég með grátstafinn í kverkunum. „Nú, því þá ekki? sagði hann, undrandi yfir fávizku minni. „Það er þó venjulega gert. „Þú lýgur ekki að mér.“ Þarmeð var ég hlaupin, en hann sat eft- ir með autt léreft, og klóraði sér í hnakk- anum. Ég þorði varla að líta uppá nokkurn mann, og málarann forðaðist ég einsog heitan eld. Hann virtist ekkert vera öðru- vísi en hann var vanur, hann málaði allt, sem hann sá. Ég hugsaði; hann myndi líka mála mig, ef hann sæi mig, þessvegna faldi ég mig fyrir honum. Svo einn dag var ég úti að raka, hann kom og ég tók alltíeinu eftir því, að ég hafði gleymt að fela mig. Ég rakaði í ákafa og vonaði, að hann færi framhjá. Hann kom til mín, bauð gott kvöld, og fór svo. Ég stalst til þess að líta á hann, og gat svo ekki lengur trúað því, að þetta væri vondur rnaður. Og um kvöldið læddist ég uppeftir til hans. Hann leit til mín, tjáningarlaust, og hélt svo áfram að mála. Ég leit á myndina. Hún var af mér, fatalausri uppi í skógi. Þrátt fyrir allt fannst mér þetta falleg mynd. Ég stundi upp: „Fyrirgefðu, að ég skyldi hlaupa frá þér þarna urn daginn, ég meinti ekkert með því.“ „Það gerði ekkert til, einsog þú sérð,“ sagði hann. — „Ég gat vel skilið þig.“ „Þú mátt ekki láta fólkið hérna sjá þessa mynd. Það yrði voðalegt uppistand.“ Það' gat hann ekki skilið. Eftir langar út- skýringar gat ég komið honum í skilning um, að hér á landi teldist það ekki siðsam- legt hjá kvenfólki að láta sjá sig nema kapp- klætt, og helzt með skýluklút. „Vesalings fólkið," sagði hann, „það skil- ur ekki það, sem fallegt er.“ „En það er Ijótt að fara með ókunnug- um mönnum uppí skóg,“ sagði ég, tilþess- að reyna að bera í bætifláka fyrir mig og mitt fólk. „Segðu ekki þessa vitleysu. Það er ekkert ljótt til í heiminum. Og það er ekkert ljótt við það að fara með manni uppí skóg. Fuglarnir eru þar allan daginn.“ „Fuglarnir eru dýr.“ „Við 1 íka. Og það er fallegt að lifa eins- og dýr. Þú sagðir að það sé ljótt að fara með manni uppí skóg. En það er miklu frekar ljótt að gera það ekki, þvíað það er and- stætt lögmálum náttúrunnar. Og ég veit, að síðan þarna um daginn hefur þig langað til að fara aftur með mér uppí skóg.“ Þetta kom mér alveg í opna skjöldu. „Hvernig geturðu vitað, hvað ég hugsa?“ „Ég hef alltaf vitað, hvernig falleg, lítil dýr, einsog þú, hugsa.“ Fallegt, lítið dýr. Kannski er ljótt að vera fallegt lítið dýr, en eitt vissi ég; upp frá þessu var ég dýrið hans og lifði aðeins til- þessað uppfylla hans leyndustu óskir. Um kvöldið læddist ég upp í tjald til lians, hrædd við sjálfa mig, og þó meir við hann, og ég fór ekki aftur, fyrren undir morgun. Og eftir þessa nótt átti hann mig með húð og hári. Ég var stúlkan hans um sumarið, fór með honum uppum öll fjöll og heiðar í grennd- inni og við vorum eitt með jörðinni. Hann málaði margar myndir af mér, með eða án fata og með eða án landslags. Þær voru fallegastar án fata, en með landslagi. Ég svaf margar nætur í tjaldinu hans, og við horfðum á lognsléttan fjörðinn út um tjaldgáttina. Og eftir sumarið vissi ég uppá hár, að ekkert er Ijótt eða fallegt, og að hlutirnir eru ekki einsog þeir eru, heldur einsog við viljurn að þeir séu. Hann fór um haustið, sagðist þurfa að fara suðurí lönd tilað selja myndirnar sín- Framhald á blaðsíðu 132. 130 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.