Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 25
brá f<
ormanni
Raunvísindadeildar Hugins
Á málfundi nú fyrir skömmu varð ég fyrir
því mikla óláni, að nokkrir andans útvaldir
hér í skóla beindu raustum sínum gegn
mér og samstarfsmönnum mínum í Raun-
vísindadeild Hugins. Hefur Guðmundur
Ólafsson þegar þvegið hendur sínar. Er nú
komið að mér. Var ég að vísu ekki við-
staddur þennan fund, en hef lieyrt, hvað
helzt var skrafað.
Formaður Hugins mun fyrstur hafa vak-
ið rnáls á þessu, og beinist því svar mitt til
hans. Hinir munu líklega aðeins vera afleið-
ing hinnar sígildu setningar: „Ég er algjör-
lega sannnála síðasta ræðumanni."
Fyrir tveimur árum var Raunvísindafé-
lag M.A. innlimað í Hugin, þar sem það
hafði tvívegis áður fæðzt andvana vegna al-
gjörs áhugaleysis nemenda. Með þessari
breytingu varð formaður Hugins liæst-ráð-
andi í stjórn deildarinnar, og verður hann
því að teljast bera nokkra ábyrgð á stjórn
hennar gagnvart nemendum, en formaður
deildarinnar aftur gagnvart honum. Hefur
formaður Hugins ekki gert sér grein fyrir
því, að flest þau skeyti, er hann beindi að
mér, standa í hans eigin baki. Hafi hann
verið óánægður með starf deildarinnar í
vetur, bar honum að koma til mín og leiða
mig inn á rétta braut, en ég hef ekki átt
því láni að fagna í vetur, að formaður Hug-
ins ræddi við mig um málefni deildarinn-
ar. Flitt er svo annað mál, hvort starf deild-
arinnar hefur verið ófullnægjandi í vetur.
Mitt álit hefur alltaf verið, að starf einhvers
félags í skólanum ætti að rniðast við þann
áhuga, sem ríkti í skólanum á því efni, er
félagið fæst við. Eftir þessu áliti mínu hef
ég stjórnað félaginu í vetur. Og hver maður
verður að svara því sjálfur, hvort áhuga
hans hefur verið svalað. Ég sé enga ástæðu
til að geta að vori nefnt hreykinn einhverja
ákveðna fundatölu, hafi áhugi nemenda
sjálfra ekki verið grundvöllurinn, en áhug-
inn mun aukast með tímanum og þá um
leið starfsemi deildarinnar.
Mér hefur skilizt, að fundarmönnum hafi
helzt verið þyrnir í auga, að við hefðum
ekki staðið við loforð þau, er gefin hefðu
verið í grein, sem Guðmundur Ólafsson
skrifaði í 1. tbl. Munins. Satt er það. Ekki
hefur allt verið framkvæmt, sem þar stóð
skrifað, enda einungis ætlað sem ábending
um hugsanlega uppbyggingu starfseminn-
ar.
I greininni var ,,lofað“ kvikmyndasýningu
með tilheyrandi skýringum. Staðið liefur
verið við það. Minnzt var á sögufrægar til-
raunir. Við slíkar tilraunir þarf ýmsan út-
búnað, og gjörð var pöntun, sem ekki hef-
ur enn verið afgreidd, en nú höfum við út-
búnað í smíðinn sjálfir. Þá var drepið á
stærðfræðikeppni. Þeirri keppni var konrið
á, og skiluðu aðeins 7 einhverjum lausnum,
þó að mörg dæmin væru vel viðráðanleg.
Um bókakost deildarinnar er það að segja,
að hann er svo lítill, að okkur fannst varla
svara kostnaði að hlaupa með hann milli
stofa, heldur kusum við að bíða eftir bóka-
safninu, senr sífellt er væntanlegt.
Þá er aðeins eitt atriði eftir úr þessari
frægu grein, en það voru fyrirætlanir okk-
ar að útvega fyrirlesara. Slíkt kostar pen-
inga, og deildin hefur engin fjárráð. Eig-
unr við því allt okkar undir Hugin. Hins
vegar gat formaður Hugins þess réttilega,
að við lrefðunr ekki leitað til hans nreð
beiðni um styrk. Ástæðuna get ég vel til-
Framhald á blaðsíðu 146.
MUNINN 133