Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 29

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 29
Ab leikslokum í lok hvers skólaárs er nauðsynlegt að staldra við, líta yfir farinn veg og íliuga, lrvort nokkuð hefur áunnizt í viðleitni okk- ar til að lialda uppi sem fjölbreyttastri félagsstarfsemi innan veggja Menntaskólans á Akureyri. Höfum hugfast, að „mönnun- um munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Hættulegasti óvinur allrar félagsstarf- semi er sinnuleysið. Þessi andlegi doði og þetta skeytingarleysi gagnvart atburðum líðandi stundar. Því miður eru of margir nemendur M.A. þessu marki brenndir. Sízt skal ég lasta mikinn lestur námsbóka, en mér finnst þeir nemendur, sem lifa og hrærast í heimi námsbókanna og láta þær skammta sér sjóndeildarhring, blátt áfram aumkunarverðir. Það eru þessir nemendur, sem erfiðast er að gera virka í félagsstarf- seminni, en hlutverk hennar er að veita öllum nemendum eitthvað, sem er þrosk- andi og skemmtilegt í tómsundum þeirra. — Þessi viðleitni hefur venjulega hvílt á fárra herðum, enda virðist þróunin vera sú, að nemendur vilja frekar þiggja en gefa, þ. e. þeir eru fúsir að koma og hlusta, þegar ýmsar samkomur eru haldnar í skólanum, en ef leita þarf aðstoðar, t. d. við skemmti- atriði á dansleikjum eða kvöldvökum, eru fáir reiðubúnir að leggja eitthvað af nrörk- um. Þrátt fyrir þetta aukast stöðugt kröf- urnar um betri dansleiki, betri málfundi o. s. frv. Þetta er uggvænleg þróun, sem þarf að berjast á móti af alefli. — Hér á undan hef ég mönnum til glöggvunar drep- ið nokkuð á þá örðugleika, sem við er að stríða, en mér er bæði ljúft og skylt að geta þess, að margir nemendur hafa í vetur stutt starfsemi Hugins með ráðum og dáð, þó að alltaf séu til nemendur, sem setja blett á félagið (t. d. flytjendur og fylgjendur til- lögunnar um stofnun reiðhjóladeildar Hug- ins). Má það furðulegt teljast, að menn geti farið í gegnum alla bekki skólans, án þess að inn í þá seytli nokkuð, sem heitir félags- þroski. Starfsemi Hugins hefur verið með ýms- um hætti í vetur, og ber þar rnest á mál- fundunum. Fimm málfundir liafa verið lialdnir og tekin til umræðu átta mál af ýmsu tagi. Þátttaka kvenfólksins hefur auk- izt nokkuð, og hafa tveir kvenmenn haft framsögu á þessum vettvangi. Ber að fagna þessari þróun, og vonandi verður framhald á aukinni þátttöku kvenfólksins í starfsemi Hugins. Einnig ber að vænta árangurs af setu fyrsta kvenmannsins um árabil í stjórn Hugins. Ekki hygg ég, að nauðsyn beri til að fjölga málfundum. Þeir kosta mikinn undirbúning, ef vel á að vera, og bezt er að hafa þá frekar fáa, en reyna alltaf að vanda til þeirra eftir föngum. Nokkur gagnrýni hefur komið lram á tilhögun málfundanna, bæði réttlát og ranglát. Ég skal ekki lasta gagnrýni, enda væri það að kasta steinum úr glerhúsi, en ég tel vanta ábendingar um úrbætur á þeim, og ég skora á þá nemend- ur, sem komið hafa auga á lausn þessa vanda, að konra tillögum sínum á framfæri við rétta aðila. Vakandi áhugi og rökstudd gagnrýni er alltaf vel þegin af forystumönn- um félagslífsins í skólanum. Á vegum Hugins hafa í vetur verið liald- in nokkur erindi af fróðum mönnum um ýmis efni. Má þar nefna Brynjólf Sveinsson, Gísla Jónsson, Björn Th. Björnsson, séra Ingólf Guðmundsson og Sigurð A. Magnús- son. í sambandi við þennan þátt starfs Hugins hafa takmörkuð fjárráð háð félag- inu mjög. Nú hafa nemendur bætt myndar- lega úr þessurn fjárskorti og verður því að MUNINN 137

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.