Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 17

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 17
„Hann pantar hér blá vínber öðru hvoru“, sagði pakkhúsmaðurinn. — „Eg veit ekki hvers vegna, en við getum ekki a£- greitt hann.“ — „A£ stað“, hrópaði hann til gráklæddu burðarmannanna. Bókhaldarinn sneri aftur til klefa síns, og ég veitti því ekki lengur athygli, hvort þeir hlóðu því á bílinn, sem stóð á vörulistanum. Ég sá móta fyrir björtum kjallaraglugganum. Elsa Barskoleit var að dansa, grönn og fölleit í græna bolnum sínum. Þennan morgun ók ég aðra leið en mér var ætlað. Aðeins einn ljósastaur stóð uppi af þeim, sem við höfðum leikið okkur við, og hann brotinn. Flest húsin voru hrunin, og það skrölti í bílnum mínum, þegar hann hoss- aðist í djúpum holunum eftir sprengikúl- urnar. Aðeins eitt barn stóð nú á götunni, sem áður var krökk af börnum. Gugginn, dökkhærður drengur húkti á veggjarbroti og dró myndir í hvítt ryklagið. Hann leit upp, er ég fór framhjá, en laut síðan höfði á ný. Ég nam staðar fyrir framan hús Basko- leits og steig' út úr bílnum. Litlu búðar- gluggarnir voru rykfallnir, pappaöskj urnar beyglaðar, og grænleitur pappinn var svart- ur af óhreinindum. Ég leit upp eftir hús- veggnum, sem gert hafði verið við, opnaði dyrnar að búðinni og gekk niður, hægum skrefum. Það var sterkur þefur af súpu- kryddi, sem lá í kekkjum í pappaöskju við dyrnar. Það hafði komizt raki að því. En nú ég sá bakið á Baskoleit og gráa hárið undir húfunni lians. Hann var að bisa við að liella ediki úr stórri tunnu í litla flösku. Hann átti augsýnilega í erfiðleikum með sponsið á tunnunni. Súr lögurinn flaut um fingur hans, og niðri á gólfinu var kominn pollur, þar sem viðurinn var tekinn að fúna, svo að hann brakaði undir fótum Baskoleits. Súr þefurinn fyllti vit mín. Við búðarborðið stóð kona í rauðri kápu, sem horfði tómlátlega á gamla manninn. Að lokum virtist liann hafa fyllt flöskuna, hann setti tappann á hana, og ég end- urtók það, sem ég hafði sagt er ég kom inn úr dyrunum, sagði hljóðlega: „Góðan dag“, en ég fékk ekkert svar. Baskoleit setti flösk- una á borðið, andlitið var fölt og órakað, og núna leit hann á konuna og sagði: „Dótt- ir mín er dáin — Elsa — “ „Ég veit það“, sagði konan hásum rómi, „ég hefi vitað það í fimrn ár. En ég þarf að fá þvottaefni." „Dóttir mín er dáin“, sagði Baskoleit. Hann horfði á konuna, eins og þetta væri nýafstaðið, horfði ráðvilltur á hana, en konan sagði: „Eittkíló í lausu máli“. Basko- leit dró frarn svarta tunnu undan búðar- borðinu, hrærði í henni með blikkspaða og tíndi skjálfhentur nokkra klumpa í brél- poka. „Dóttir mín er dáin“, sagði hann. Konan þagði, og ég leit í kringum mig, sá ekkert nema rykfallna hveitipakka, edikstunnuna, sem nokkrir dropar láku úr, þvottaefnið og auglýsingaskilti, þar sem ljóshærður bros- andi drengur var að borða súkkulaði, sem ekki hafði verið fáanlegt í mörsr ár. Konan stakk flöskunni í innkaupanetið, setti þvottaefnið við hliðina á flöskunni, skellti nokkrum aurum á borðið, og um leið og hún sneri sér við og gekk framhjá mér, bankaði hún með fingrinum snöggvast á ennið og brosti til mín. Minningarnar þyrptust í huga minn. Ég minntist liðinna daga, er ég var svo lítill, að nefið á mér náði ekki upp fyrir búðarborð- ið, en nú átti ég ekki í erfiðleikum með að sjá yfir glerskápinn, sem bar nafn kexfyrir- tækis, en hafði nú ekkert að geyma nema rykfallnar pappaöskjur með mjöli. Um stund fannst mér ég orðinn lítill á ný. Nef- ið á mér hvíldi undir óhreinni borðrönd- inni, í liendi mér voru aurar fyrir brjóst- sykri, ég sá Elsu Baskoleit dansa, heyrði fólkið í húsagarðinum hrópa „skækja“ og viðbjóður“, þar til rödd Baskoleits kom mér til sjálfs rníns. „Dóttir mín er dáin“, sagði hann. Hann sagði það vélrænt, næstum tilfinningalaust, þar sem hann stóð við búðarborðið og horfði út á götuna. — Framhald á bls. 146. MUNINN 125

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.