Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 21
þú vitir það ekki, og ég skal einhverntím-
ann finna hann fyrir þig.“
,,Svo hélt hann áfram að mála, og ég
horfði á, hvernig hann málaði lit yfir ann-
an lit, svoað úr því varð kvöldroði, og hvern-
ig hann bjó til tindinn hinumegin. En mér
blöskraði; hann var grænn. Ég gat ekki orða
bundizt.
„Afhverju gerirðu tindinn grænan?“
„Afþvíað hann er fallegii grænn. Mínir
tindar eru alltaf grænir.“
„En tindurinn er blár.“
„Hvernig veizt þú það?“
„Nú, ég veit það.“
„Hvernig geturðu verið viss um það, sem
þú sérð, að það sé einsog þú sérð það?“
Ég var dolfallin. Aldrei hafði ég vitað
mann bera brigður á það, sem hann sá.
Svo hló hann og sagði, að tindurinn væri
grænn, afþvíað það færi vel við litina í
kring, og að það væri ekkert aðalatriði að
mála hlutina einsog þeir eru, þá gætu menn
bara skoðað þá sjálfir og þyrftu ekki mynd-
ir.
Ég fór heim aftur, öðruvísi en ég var áð-
ur. Þessi maður hafði einsog laumað litl-
um eldneista undir stólpann, sem hélt uppi
allri minni heimsmynd, ég var á nálum um
að það kviknaði í út frá þessum neista, og
Jrorði ekki fyrir mitt litla líf að koma ná-
lægt málaranum, hann gæti kannski gert
mig skrítna, ég hafði heyrt fólkið segja, að
hann væri eitthvað skrítinn, og J:>að gat vel
verið smitandi.
Maðurinn frá útlandinu hélt áfram að
mála, hann bar grindverkið sitt út um allar
trissur og lifði fyrir verkið eitt. Ég liorfði
á hann í laumi, og hugsaði með hryllingi;
ni'i er hann að mála hólinn rauðan, og
Skjóna gamla bröndóttan, kannski hann
hafi lambaspörðin gyllt.
En loks stóðst ég ekki það ójDekkta og fór
upp á hól, þarsem hann stóð og skoðaði
myndina sína álengdar.
Ég var nri svo borubrött, að ég gekk alveg
til hans og skoðaði myndina. Ég varð fyrir
vonbrigðum, þar voru engin gyllt lamba-
spörð. Myndin var af fossinum nppfrá, og
klettinum fyrir framan.
„Þetta er falleg mynd,“ sagði ég.
„Nei, Jrað vantar eitthvað í hana. Það
væri gott, ef þú vildir fara og setjast á klett-
inn þarna, svo að ég gæti málað Jrig.
Ég bráðnaði.
Svo settist ég á klettinn, hann sýndi mér,
hvernig ég ætti að sitja, og svo málaði hann
mig, hratt, en fumlaust, leit til mín öðru
hvoru og hallaði undir flatt. Og áður en
ég skildi almennilega, að ég, sveitastelpan,
sat hér uppi á kletti fyrir útlenzkan mál-
ara, og hann var að gera mynd af mér og
engri annarri, var hann búinn, og sagði
mér að koma niður.
„Má ég sjá? bað ég.
„Nei, ekki ennþá. Hún er ekki búin. En
hún verður góð.“
Svo fór ég heim.
Strax daginn eftir sýndi hann mér mynd-
ina. Hann hafði gert mig talsvert laglegri
en ég var, og nú gat ég ekki áfellzt hann
fyrir að breyta hlutunum.
„Viltu mála aðra mynd af mér?“ stalst
ég til að segja, áður en ég vissi.
„Kannski," sagði hann. „Það væri ágætt
að fá að mála mynd af þér uppi í skógi
einhverntímann."
Og Jnð skiptir engum orðum, — eftir
nokkra daga fórum við uppí skóg.
Hann setti upp grindverkið og léreftið.
Ég beið eftir því, að hann segði mér, hvern-
ig ég ætti að standa. Þá sagði hann Jrað.
„Væri þér sama þótt þú færir úr fötun-
um?“
Aíér krossbrá. Svo varð ég reið. Ég gat
mér nú nærri, hvað hann ætlaði sér með
j)ví að narra mig úr fötunum. Að mig
skyldi ekki gruna þetta, þegar hann sagðist
ætla með mig uppí skóg.
muninn 129