Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 19

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 19
VELDU ÞER SEM VIN ÞÁ STUND - í morgunbjarma er mildur fer blær á glugga og styggjast draumar — þá stund leitar hugurinn þín. í dagsins raunum og dynur á viðsjálum leiðum en steinn undir fæti — þá stund leitar hugurinn þín. í kvöldsins húmi sem kyrrlátt svífur á skóga er stormana lægir — þá stund leitar hugurinn þín. I næturfriði í nánd hins svalandi myrkurs en stillt hnígur elfan — þá stund leitar hugurinn þín. G. St. Veldu þér sem vin vindinn sem blæs en velur sér ekki stað reikar um eirir hvergi löndum eyðir en líknar öðrum stundum heitur stundum kaldur alltaf nýr. Veldu Jjér sem vin lækinn sem rennur um grösugar grundir grænar af lífi. Hann streymir áfram nýtt og nýtt vatn í sama farveg. Veldu Jjér sem vin nóttina sem læðist á húsajjökum borganna dægur eftir dægur alltaf jafn dimm en aldrei sama nóttin. Gr. E. MUNINN 127

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.