Muninn

Årgang

Muninn - 01.04.1966, Side 19

Muninn - 01.04.1966, Side 19
VELDU ÞER SEM VIN ÞÁ STUND - í morgunbjarma er mildur fer blær á glugga og styggjast draumar — þá stund leitar hugurinn þín. í dagsins raunum og dynur á viðsjálum leiðum en steinn undir fæti — þá stund leitar hugurinn þín. í kvöldsins húmi sem kyrrlátt svífur á skóga er stormana lægir — þá stund leitar hugurinn þín. I næturfriði í nánd hins svalandi myrkurs en stillt hnígur elfan — þá stund leitar hugurinn þín. G. St. Veldu þér sem vin vindinn sem blæs en velur sér ekki stað reikar um eirir hvergi löndum eyðir en líknar öðrum stundum heitur stundum kaldur alltaf nýr. Veldu Jjér sem vin lækinn sem rennur um grösugar grundir grænar af lífi. Hann streymir áfram nýtt og nýtt vatn í sama farveg. Veldu Jjér sem vin nóttina sem læðist á húsajjökum borganna dægur eftir dægur alltaf jafn dimm en aldrei sama nóttin. Gr. E. MUNINN 127

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.