Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 38

Muninn - 01.04.1966, Blaðsíða 38
3. G. S mín. Stefán Ásgrímsson 16,24 Guðmundur Sigurðsson 20,12 Guðmundur Arnaldsson 21,39 Samtals 58,15 í- — Frá formcinni... Framhald af blaðsíðu 133. greint. T 1. tbl. Gambra ritar formaður Hugins grein, er hann nefnir „Sundurlaus- ir þankar á síðkvöldi“. í þessari grein kvart- ar hann mjög undan fjárleysi og spyr, hvort nokkur geti ætlazt til þess, að Huginn kosti fyrirlesara norður, þegar kassinn sé tómur. Hér gefur hann hreina yfirlýsingu um, að kassinn sé tómur og tilgangslaust að leita til sín, enda töldum við þá, að við hefðum ekkert til lians að sækja. Síðar komst Hug- inn ylir fé, en það fór ekki hátt, og fékk ég aldrei neina vitneskju um þetta mikla happ, heldur lifði í þeirri trú, að fjárráð Hugins væru söm sent áður, semsagt engin. Eftir þessa opinberu yfirlýsingu formanns- ins um algjört féleysi, er vart til of mikils ætlazt af honum, að hann tilkynni deildun- um, þegar fjárráðin batna, svo að einhver hugsun geti legið því að baki að leita til ltans. En því miður kom aldrei til þess. Þar með eru upptalin þau ,,loforð“, sem gefin voru, og vona ég, að minnsta kosti einhverj- ir geti séð, að það er ekki einungis leti um að kenna, að við höfum ekki staðið’ við þau öll. Að lokum vil ég þakka þeim, sem tekið hafa þátt í starfsemi okkar í vetur, en ég harma það, að álntgi sá, sem fram kom á málfundinum lyrir starfi deildarinnar, skuli ekki hafa komið fram fyrr og þá sem hjálp til okkar við að byggja upp starf henn- ar. Ríkharður Kristjánsson. — Daubi Elsu Ba.skoleit Framhald af blaðsíðu 125. >>Já“, sagði ég. „Hún er látin“, sagði lrann. „Já“, sagði ég. Hann sneri við mér baki með hendurnar í gráu treyjunni sinni, sem orðin var flekkótt. „Henni þóttu góð vínber, — blá vínber, — en nú er hún dáin“. Hann sagði ekki: „Óskið þér einhvers?" eða: „Hvað get ég gert fyrir yður?“ Hann stóð hjá ediktunn- unni við búðarborðið og sagði: „Dóttir mín er dáin“, eða: „Hún er látin“, án þess að líta á mig. Mér fannst ég standa þarna heila eilífð, yfirgefinn og gleymdur, nreðan tíminn þaut hjá umhverfis mig. Ég hrökk við, þegar aft- ur kom kona inn í íbúðina. Hún var smá- vaxin og þybbin, hélt á innkaupatöskunni fyrir framan sig, og Baskoleit sneri sér að lrenni og sagði: „Dóttir mín er dáin“. Kon- an sagði „já“, fór svo skyndilega að gráta og sagði: „Þvottaefni, ef þér vilduð gera svo vel, eitt kíló í lausu máli“, og Baskoleit gekk inn fyrir borðið og hrærði með blikk- spaðanum í tunnunni. Konan var enn að gráta, er ég gekk út. Guggni, dökkhærði drengurinn, sem húkt hafði á veggjarbrotinu, stóð á þrep- inu á bílnum mínum, horfði husfanoinn á útbúnaðinn, teygði hendina inn fyrir op- inn gluggann og fiktaði við stefnuljósin. Drengurinn hrökk við, þegar ég stóð skyndi- lega við hlið hans, en ég tók hann í fangið, horfði í tekið, óttaslegið andlit hans, tók epli úr einum kassanum, sem stóð á bíln- um, og gaf drengnum. Hann horfði undr- andi á mig, þegar ég sleppti honum, svo undrandi, að mér brá, og ég tók annað epli og enn eitt, stakk þeim í vasa hans, ýtti þeim undir jakka hans, mörgum eplurn, áður en ég steig inn í bílinn og ók af stað. (Þýtt úr „So ward Abend und Morgen“). ]■ H. ./. 146 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.