Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1997, Page 27

Muninn - 01.05.1997, Page 27
Hverja telur þú framtíð eyjarinnar vera? Ef þetta heldur svona áfram þá er hún ekki góð. Kvótinn er alltaf að minnka hjá körlunum en ef eitthvað verður gert til að laga það mál eins og þessir karlar á þingi eru alltaf að lofa, þá ætti þetta alveg að bjargast. Þeir koma alltaf hérna annað slagið rétt fyrir kosningar og halda fundi og koma með einhver ægilega flott loforð en fara síðan bara aftur heim. Ég hef ekki of mikla trú á að þetta eigi eftir að bjargast. En afi og gömlu karlarnir sem kunna ekkert annað en að sækja sjóinn, myndu aldrei fara héðan. Fólk sem á hús hér, yfirgefur ekki eyjuna svo auðveldlega. Ef fólki heldur áfram að fækka verður t.d. mjög erfitt að reka kaupfélagið. Ég vil alls ekki að þetta fari í eyði þó ég geri ekki ráð fyrir að búa hérna sjálf í framtíðinni. Ef ég læri eitthvað er ekkert að gera hérna fyrir mig en ég vil þó geta komið og hitt fólkið. Hvernig eru Grímseyingar? Þeir eru flestir mjög duglegir. Sjómennirnir reyna allt til þess að komast á sjóinn og eru rosalega vinnuglaðir. Þeir eru mjög stoltir af því að vera Grímseyingar og þola ekki þegar einhver er að gagnrýna þá. Þetta er líka mjög gott fólk og allir standa rosalega vel saman ef eitthvað gerist hérna t.d. þegar það verða einhver slys. Þá verða allir eins og ein fjölskylda. Viðtal við Önnu Dóru Grímseying
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.