Muninn

Årgang

Muninn - 01.05.1997, Side 55

Muninn - 01.05.1997, Side 55
starfsfólk og nemendur - og ekki síst samspil allra þessara þátta. Samvinna, samvera, samlíf í því umhverfi sem skólinn er. Heild, sem allir hlutar falla að í sæmilegri sátt. Menntaskólanum á Akureyri er slitið 17. júní með athöfn þar sem saman eru komnir um það bil 1000 gestir. í hátíðarveislu nýstúdenta að kvöldi þess dags eru jafnan 700-800 manns, nýstúdentar, ættingjar þeirra og vinir. Og kvöldið áður er haldin svokölluð MA-hátíð og þar er annar eins fjöldi gamalla nemenda skólans saman kominn. Hvað er svona merkilegt við það? Sumum þykir ekki mikið til þess koma þótt í sambandi við MA sé haldin tveggja daga hátíð þar sem saman koma eftir alkunnri reikningsaðferð tvö þúsund og fimm hundruð manna. Öðrum þykir þetta merkilegt. Brautskráning stúdenta annarra skóla á landinu er ekki jafnstór eða jafnfjölmenn hátíð. Hátíðin er auk þess meiri en ella þar sem saman falla brautskráningin og þjóðhátíðardagur íslendinga. Þetta er sannkölluð fjölskyldu- stórþjóðhátíð. En hér er enn eitt atriði merkilegt. Það er hin mikla hollusta sem gamlir nemendur sýna skóla sínum. Hin ótrúlega sterku bönd sem binda þá þessum skóla, svo sterk að þeir fara jafnvel um hálfan heiminn til að geta verið hér einmitt þessa daga. Hvað sem öðru líður hlýtur þetta að vera merkilegt. Hvað er það sem bindur þessi bönd? Hvers vegna sækja gamlir nemendur aftur og aftur á þessar slóðir? Af hverju er þetta svona hér en ekki annars staðar? Hvað er svona merkilegt...? Trúlega eru fæstir þessir góðu félagar saman komnir hér til að rifja upp diffurjöfnur, staðaloxunartölu hálfhvarfa, passé composé, könnun á reykingum nemenda á heimavist eða setningahlutagreiningu. Enda þótt mikið sé lært og í mörgu prófað er það oftast eitthvað allt annað sem skólinn skilur eftir í minningunni. Vissulega er námið óhjákvæmilegur þáttur í undirbúningi frekari menntunar, vörður á leiðinni til lífsins. Síst skyldi vanmeta þann þátt. En það er eitthvað allt annað sem heldur vöku fyrir fólki alla tíð, allt að lífsins enda. Hér er reglulega rifjað upp hvað þessi eða hinn kennarinn eða nemandinn gerði eða sagði fyrir tíu, tuttugu og fimm, fjörutíu eða jafnvel sextíu árum. Það sem nemendur gerðu saman, fóru í þessa ferð eða aðra, léku í þessu leikritinu eða hinu, gerðu þetta eða hitt á þessu ballinu eða hinni kvöldvökunni, glæstur sigur í einhverju íþróttamótinu eða þegar Bjarni sló út laufa- drottningunni, ræðan sem einhver flutti, vísan sem annar kvað, þessi sem fór inn eða út um glugga, annar sem sofnaði í tíma eða kom ólesinn í próf. Brakið í gólfinu. Myndirnar á veggjunum. Úr kennslustundum eru helst rifjuð upp mistök eða mismæli kennara eða nemenda og skondin tilsvör. Ekki diffurjöfnur... Kannski er hér að leita svars við spurningunni hvað góður skóli er. Auk þess að veita nemendum gott nesti út á veginn til æðra náms er það samvera fólksins, félagsskapurinn, lífið í skólanum, samfélagið í því umhverfi sem skólinn er, félagslífið í MA. Menntaskólinn á Akureyri hefur borið gæfu til þess að vera gott umhverfi nemendum sínum og öðru starfsfólki. Hér getur fólk skotið rótum sem ekki slitna þótt að skilji tími og vegalengdir. Þeir sem hingað koma aftur eftir ég veit ekki hvað mörg ár eru á sinn hátt að koma heim. Það skilur hins vegar enginn fyrr en hann reynir það á sjálfum sér. En sá sem kemur heim finnur það innan í sér og sýnir það utan á sér. Það er það sem er svona merkilegt við það að vera nemandi í MA og stúdent frá MA. „Trúlega eru fæstir þessir góðu félagar saman komnir hér til að rifja upp diffúrjöfnur, staðaloxunartölu hálfhvarfa, passé composé, könnun á reykingum nemenda á heimavist eða setningahlutagreiningu." Sverrir Páll MUNINN 1997 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Muninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.