Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1997, Page 90

Muninn - 01.05.1997, Page 90
c ¥ ¥ reinarhöfundur spyr: „Ert þú smiður þinnar eigin gæfu?" Ef svo er, hvers vegna stöndum við þá frammi fyrir því að erfingjar landsins heyja baráttu á vígvelli þar sem engin miskunn er sýnd? Við erum ung og við erum óreynd, við erum auðveldar bráðir vopnaðra óvina sem birtast í margs konar formi. En það er ekki þar með sagt að við séum einungis leiksoppar örlaga okkar og aðstæðna. Ég hef bara ætíð ætlað mér að breyta örlítið áherslu þessa forna málsháttar enda uppgötvað eftir vangaveltur um ýmis gæði lífsins, að gæfa er ekki keypt né smiðuð af höndum mannsins. Sumum er hún vandfundin en öðrum er hún auðfundin. Sumir finna hana en ná ekki að fóta sig í brattri fjallshlíðinni aðrir höndla hana eftir örlitið skrik. Einhverjum kann að finnast þetta nokkuð einfaldar hugmyndir um svo stórt hugtak enda verður það ekki brotið hér til mergjar, heldur er það einungis formáli að þvi efni sem hefur verið mér hugleikið undanfarna daga. Ég var nefninlega þeirrar gæfu aðnjótandi að vera boðið á ráðstefnu um þau mál sem hafa verið ofarlega í huga þjóðarinnar undanfarið, áfengis- og vímuefnanotkun barna og unglinga. Þessi mál hafa vissulega átt sinn stað í huga mér en ef til vill ekki efst. Því er hvers konar vakning um mál er varða gæfu og gjörvileika fjölda fólks fyrsta vörnin gegn illskeyttum fjendum. Vímuefnin eru svo sannarlega fjendur okkar kynslóðar, sífellt fleiri menn og konur sem lífið hefur leikið grátt og sem hafa sjálf leikið sig grátt mega rekja örlög sín til vímuefna og þá er rétt að taka fram að vímuefni eru bæði áfengi og ólögleg fíkniefni. Mér varð það nefnilega ljóst eftir að hafa sótt þessa ágætu ráðstefnu að umræðan um fíkniefni hefur að undanförnu verið örlítið einskorðuð þar sem stór þáttur, undirrótin, virðist vilja gleymast, þ.e. áfengið. Vissulega er fjallað um ofurölvun unglinga í fjölmiðlum en áróðurinn beinist nær eingöngu að ólöglegum fíkniefnum sem náttúrulega er geigvænlegt vandamál. Hins vegar er afar ólíklegt að unglingur sem aldrei hefur neytt áfengis eða reykt sígarettur leiðist beint út í sterkari vímuefni. Á vandanum verður að taka frá byrjun og undantekningarlaust er byrjunin áfengisneysla barna sem varla eru búin að slíta fermingarskónum. Sumir vilja tala um vanþróaða vínmenningu en því er fljótt svarað. Ef við tölum einungis um vínmenningu í Evrópu eru vandamálin alls staðar jafn erfið í eðli sínu. í Norður-Evrópu, þar með talið ísland eru sterk vín drukkin með þá ranghúgmynd að leiðarljósi að 90 M U N 1 N N 19 9 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.