Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1997, Síða 109

Muninn - 01.05.1997, Síða 109
Okkur er öllum lífsnauðsynlegt að hafa hægðir, sumum þykir það líka jafnt ljúft sem það er skylt. í fyrstu er það stjórnlaust, kaos, en fljótlega náum við stjórn á þessu, cosmos, með hjálp forráðamanna okkar. Fljótlega eftir að við náum stjórninni á hægðunum erum við skyldug til að fara á stofnun sem er kölluð grunnskóli. Þar eyðum við stórum parti dagsins og væri það hættulegt ef við mundum ekki létta okkur á þeim tíma. Því ef þú til dæmis prumpar ekki í tvo daga deyrð þú (Sigurður Bjarklind 1995). Einnig höfum við lært að ekki er hægt að inna þessari frumhvöt/þörf hvar og hvenær sem er. Við vitum líka að það fylgir þessum athöfnum krafa um hreinlæti og örlitla kurteisi. Samanber „hó!” (Veik sögn, nh. hóa) þegar við prumpum, en það þýðir „fyrirgefðu, ég leysti vind." Snúum okkur að kjarna málsins: Salernin. Þar eigum við að geta gert bæði 1 og 2, þ.e. Iosun á bæði vökva og efni og þrifið okkur á eftir. En það er hængur á, þegar við vorum að nema fræðin um að kúka og pissa var í langflestum tilfellum, ef ekki öllum, einungis ein klósettskál í kennslustofunni. Þess vegna reynist okkur erfitt að fara á klósettið í skólanum þar sem þau eru flest fjöldaklósett. Þetta er jú mjög persónuleg athöfn fyrir flest okkar og e.t.v. berum við okkur ólíkt að. Þegar maður hefur til dæmis borðað mikið Seríós kemur það fyrir að mikil gasmyndun eigi sér stað. Við framleiðum sjö lítra af gasi á dag en losum okkur við hálfan (Steinþór C. Karlsson 1996). Svo þegar við setjumst á „hvítsanseraðar postulínsskálarnar", (Magnús Helgason 1997) til að gera nr. 2 losnar um gasið í leiðinni. Það er í góðu lagi ef maður er heima hjá sér en það er skelfilegt þegar það gerist á þessum stóru fjöldaklósettum. Hver kannast ekki við að koma inn á klósettið, læsa sig inni í einum klefanum, færa buxurnar niður á hæla, setja nokkur Iög af pappír áður en gamanið byrjar til að dempa fallþunga stykkjanna og biðja Gustavsberg að enginn komi á þessari sælustund. Auðvitað kemur einhver. Maður kaldsvitnar og stöðvar ferlið. Síðan reynir maður að ímynda sér hvað sé að gerast fyrir utan klefann. Annað hvort bíður maður eftir að þessi boðflenna fari eða lætur allt flakka og hefur gaman af eða reynir að halda áfram hljóðlaust. Segjum sem svo að maður velji seinasta valkostinn og það takist frábærlega, gasið kom sem andvari og stykkin sýndu afburða dýfingar, þú stígur fram úr klefanum stoltur og dagurinn heldur áfram. Segjum síðan að það takist ekki. Gasið kom á 68 hnúta hraða (fárviðri) öskrandi niður smáþarmana og stykkin þrusuðust í skálina líkt og Gaui litli niður rennibraut í sundlaug. í stutta stund finnst manni lífinu lokið, sem maður geti aldrei litið framan í nokkurn mann, allavega ekki þennan fyrir framan klefann. Síðan fer maður fram, reynir að gera gott úr þessu og spyr gestinn hvort hann hafi heyrt í manninum í næsta klefa. Góðarhægðir. - Olarur Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.