Muninn

Volume

Muninn - 01.05.1997, Page 112

Muninn - 01.05.1997, Page 112
Hvers væntir þú af veru þinni í Menntaskólanum? Árni Þorlákur i. A Af veru minni vonast ég til að fá góða menntun og geta náð mér í vel launaða vinnu, annað hvort það eða ég ætla að verða baggi á þjóðfélaginu og lifa á atvinnuleysisbótum. En þar sem ég ætla helst að hafa efni á því að stofna eins og eitt stykki kjarnafjölskyldu með hundi og öllu tilheyrandi og lifa því næst áhyggjulausu lífi í einni af náttúruperlum l'slands langt frá skarkala höfuðborgarsvæðisins, held ég að ég velji fyrri kostinn og ætla að stunda námið vel, en þetta segja víst allir. Einnig vonast ég til að eignast nokkur stykki vina og félaga og er úr nógu að velja því hér er að finna eitt fjölbreyttasta safn ungs fólks í dag og kom það mér skemmtilega á óvart hversu frjálslynt fólkið hér er í klæðaburði, því úr mínum heimaskóla vestur í Húnavatnssýslu heyrðust þær raddir að M.A. væri snobbskóli og settur undir sama hatt og M.R. og Verzló. En þeim röddum var fljótlega þaggað niður í og vonast ég til að M.A. verði ennþá gamli góði frjálslyndi skólinn þegar ég útskrifast. Ég vonast til að þroskast svolítið andlega af veru minni hérna og jafnvel fullorðnast svolítið og hefur því verið fleygt fram af félögum mínum að ekki veitti af. Ég efast ekki um að tilraunir kennara til að gera mig hæfan til að halda út á íslenskan vinnumarkað eigi eftir að takast..fyrr eða seinna. Að lokum vonast ég til þess að finna draumadísina, því eins og allir vita er ég draumur allra, allra tengdamæðra. Hilmar og Hólmar Örn i. A Um hlutverk menntaskólans stendur að honum sé ætlað að búa fólk undir nám í skóla á háskólastigi og venja mann við sjálfstæð vinnubrögð. En enn sem komið er höfum við nú ekki orðið varir við að reynt sé að venja mann á sjálfstæð vinnubrögð. Því að í sumum greinum er ekkert gert nema í hópum. En við höfum ekkert vit á þessu, við erum bara busar. En betri er busi með flusi en gella með sprella, eins og maðurinn sagði. Við væntum nokkurs af skólaárunum s.s. að þau búi okkur undir það líf sem nú virðist blasa við mörgum í landinu. Við viljum t.d. ekki verða neinir fíklar hvorki á vín né spilakassa. Við viljum útskrifast sem ungir menn með fangið fullt af góðum fyrirætlunum s.s. að taka námslán og stofna fjölskyldu. Einnig væntum við þess að kynnast lífsförunauti okkar hér í skólanum, helst stelpu (90cm,6ocm,90cm). Við vonumst að lokum til þess að menntaskólaárin verði okkur jafnt sem öðrum ánægjuleg. Við höfum alltaf sagt að það að vera víðsýnn og opinn sé fyrir öllu. Jafnvel það smáðasta í þjóðfélaginu getur kennt okkur eitthvað. Og eitt að lokum, við væntum þess að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir mannorðsmeiðingum með þessum skrifum okkar láti okkur vita. Því við skulum kyssa á bágtið. Mér finnst að menntaskólar ættu að hafa mjög góð fjárráð. Eiginlega ættu þeir aó ráða hversu mikið þeir vilja nota á hverju ári. Allt námsefni væri glænýtt og fjallaði um samtíðina eins og hún er en ekki á fornaldarlegan hátt. Allir nemendur eiga að hafa aðgang að svokölluðu svefnherbergi en það er bara ein skólastofa með fullt af dýnum, teppum og púðum svo hægt sé að leggja sig í eyðum. Mér finnst líka að enginn ætti að vera einmana í skóla og því fá allir ímyndaða hjálparhellu sem myndi læra allt fyrir mann og við fengjum allan heiðurinn af verkinu. Svo er auðvitað sjálfsagt að menntaskólar sjái nemendum sínum fyrir félagslegri skemmtun, svo sem með tónleikahaldi og stuðningi við bakið á partý-félögum en ekki reyna að brjóta þau upp og leggja niður.‘sniff....'grát’... En ef við stigum út úr draumaheiminum smá stund þá sjáum við að enginn skóli stenst þessar væntingar...eða hvað? 112 M U N I N N 9 9 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.