Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 13

Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 13
bakkana lil þess að heilsa upp á hestana, og var þar góða stund og' var glaður og sæll eins og harn þegar hann kom heini og var að segja frá því með krítarmola sínum, að Jarpur hefði »munað alt«, og gengið með sér lieim undir túngarð og enn sjmdist sem fyrr, að Sigurði þætti hlýrra í nánd við dýrin en meninina, því að þótt nú ætti ]>ól í rúmi hans dótturdóttir kisu hinnar gömlu, eða enn þá fjarlægari afspringur, þá var glöggur ogauð- sén múnurinn á svip Sigurðar, ef kisa var þar fyrir þegar hann kom inn og settist á rúm sitt, eða hana vantaði þar. Nokkuð liætti Sigurði alt af til þunglyndis, en aldrei var hann svo fyrirkallaður, þegar hrossiri voru rekin heim, að hann yrði þá ekki léltur og kátúr og hoppaði stundum upp og hljóp til þeirra, eins og þegar hann var drengur. Hann hafði alla heslana eins og hann vildi og har þó aldrei svipu eða keyri á nokkurn liest. »Við skiljuni hver annan, þó að allir sé- um við mállausit«, sagði hann. »Hesturinn skilur okkur, ef við gefum okkur tíma til að skilja, í stað þess að herja hann«, skrifaði Sigurður líka einhvern tíma með krítarmola sínurn, og aldrei lærði hann að sitja á sér, ef hann sá farið illa með einhverja skepnu, hver sem átli og er það sagt með sanni, að þar hreyttist mjög til batnaðar í þeim efnutn allur bæjarhragur og það eingöngu af völdum Sigurðar. Svo sagði Sigurður síðar frá, að þólt honum félli missart nokkuð að skilja við heimilisfólkið, þegar hann fór að heiman alfarinn, þá fann hann ekki verulega til, þegar hann kvaddi neitt nema kötlinn og heslana og vita þá ekkert, hvernig við þessa góðlyndu og gáfuðu vini hans yrði búið, þegar hans nyti eklci við lengur. En fara varð hann þó. I’að har svo lil, að hann eignaðist dreng með frændkonu sinni, sem þar var um tíma, og hafði foreldrum hans gram- ist það mjög, svo að föður hans hafði orðið það á að slöngva því í Sigurð, að þeir ætlu ekki að eiga hörn, sem ekki gælu séð fyrjr þeim. Þessu reidd- ist Sigurður svo, að hann fór i hurtu alfarinn, hvernig sem taðir hans gekk eftir lionutn og sárhændi liann um að vera kyrr. Sigurður sá fyrir drengnum, og gat ekki annarslaðar verið en þaf sem hann var, og svo sagði liann síðar, að það hefði hann fundið til mestr- ar sælu á æfinni, þegar haun kom inn úr smiðjunni og honum var sagt, að drengurinn hans heíði sagt skýrt »Dodda«, sem var gælunafn stúlkubarns þar á bænum, þvi að hann hafði pinsl laundrjúgt með sjálíum sér af þeim kviða, að drengurinn kynni að erfa málleysi hans. Nú kveið hann engu. Sigurður var að smíðum utan sláttar, en reri oft suður á vetrum. Þegar ég var að læra undir skóla hér í Reykjavík, var ég staddur eitt kvöld um vorið inni á Laugavegi; sá ég þá, hvar maður gekk einu sinni eða tvisvar kring um eilt liúsið. Ég staldraði við, og kemur þá maður Dýravinurinn. 2

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.