Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 22

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 22
18 staðið við sama slall og hann. Tryppið var honum því mjög fylgispakt. Búist var jafnvel við því, að Gráni yndi ekki upp á heiðinni og kæmi lieim. Svo leið full vika. Þá spyrst það ofan af Jökuldal, að fyrir nokkr- um dögum, hafi vinnumaður í Teigaseli séð. að grár hestur og tryppi fór þar framhjá, hann þóttist sjá, að þetta væri strokuhestur, sem ætlaði sér yíir Jökulsá; ætlaði hann þvi að handsama hestana, en misti þann gráa í ána. Tryppinu náði hann. Gráni synti hraustlega yfir ána, hrepti góða landtöku og liélt sem leið lá upp Jökuldal. Þegar þetta spurðist ofan af dalnum, gátu menn sér 5rndslegs um það, hvernig Gráni mundi haga ferðinni, hvort liann myndi þræða póstleiðina, sem hann kom, eða fara skemstu leið yflr fjöllin til Skagafjarðar. Talið var sjálfsagt, að ekki dveldi hann langvislum fyr en æskustöðvunum í Skagafirði. Af Grána spurðist svo ekki fyr en póstur kom að norðan, þá gat hann þess, að í Reykjahlíð væri grár hestur sem náðst hefði af hraðri ferð á veslurleið, en svo sé hann órór, að liýsa. verði hann á hverri nóttu, en hefta um daga undir stöðugri gæzlu. Þótti það enginn vafi, að nú væri spurt til Grána. Brá Ölafur sér hið skjótasta við, til að sækja hann. Gráni var nokkur ár á Urriðavatni eftir þetta og reyndi aldrei framar að strjúka. Smiöja. Þá ég var innan við fermingu, átli faðir minn tík, er Smiðja var kölluð. Hún var vitur, en mjög dullungafull i lund. Til smölunar fór hún með engum öðrum en föður mínum. En sæi hún ferðasnið á móður minni eða afa, var hún sjálfsögð að slást í förina. Tók afi minn þvi aldrei svo mat sinn, að hann gæfi lienni ekld, þegar hún var við. Föður mínum var Smiðja fylgispök og hlýðin. Fjárlik var hún fremur góð. Venja hennar var það, að þá hann sendi hana á eflir kindum, að hún kom íljóll aflur, en sendi hann liana svo aflur, lil að reka sömu kindurnar lengra áleiðis, þá sal hún þar, sem hún skildi við þær, þar til hún var viss um, að hún þyrfti ekki að reka þær lengra. Þá Smiðja tók að eldast, ól faðir minn upp liund undan henni, sem hann hafði svo við fjárgeymslu. Auðséð var, að Smiðju likaði þetta illa, því þá datl sá dutlnngur i hana, að hún slrauk til næsta hæjar og héll sig þar að húsfreyjunni, sem fyrir fám árum hafði dvalið hjá foreldrum mínum eitt ár. Mikið var reynt til þess að fá Smiðju lil að koma heim aftur, en það tjáði ekki, hún sat kyr á sama bæ, og endi þar aldur sinn. Tvo hvolpa ól ég undan Smiðju, er báðir reyndust góðir fjárhundar og miklu geðbetri en móðirin. Runólfur Bjarnason, Hafrafelli.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.