Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 64

Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 64
60 Lög1 um dýraverndun (3. n6v. 1015). 1. gr. Sá, sem misþyrmir skepnum eða gerir sig sekan um illa meðferð á þeim með því að ofbjóða þoli þeirra, með vanhirðu eða á annan hátt, skal sæta sektum frá 10—1000 krónum, eða einföldu fangelsi, ef miklar sakir eru. 2. gr. Frá 1. október 1917 skulu allir þeir, sem skepnur eiga, hafa næg liús fyrir þær allar. Ilrot gegn þessu ákvæði varða sömu viðurlögum, sem brot gegn 1. gr. 3. gr. Stjórnarráð íslands setur reglur um slátrun húpenings á almennum slátr- unarstöðum, um rekstur og annan ílutning innanlands á fé til slátrunar, á fc og hestum til útflutnings, svo og um meðferð á hestum í brúkun. Skal það gert með reglugjörð, sem jafnframt ákveður sektir fyrir hrot á slíkum reglum. 4. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem opinber lögreglumál. 5. gr. Með lögum þessum er úr gildi numin 299. gr. almennra hegningarlaga 25. júní 1809. Eftir þessu eiga allir lilulaðeigendur sér að liegða. Gæsirnar á Nílalæk. Svo bar til siðastl. sumar, að börnin á Sílalæk fundu tvo grágæsarunga ný- skriðna úr eggjum, og voru þeir villuráfandi. Börnin tóku ungana og báru heim til bæjar. Par var þeim sýnd alúð og þeir fóstraðir. Kötturinn var lagstur út í Aðaldals- hraun og stóð ungunum þess vegna enginn geigur af lionum. Ungarnir gengu i túninu i sumar og í matjurtagarði. Peim var og gefið matarrusl, viðlíka sem hænsnum, og fór þeim vel fram. Pegar leið á sumarið, tóku ungarnir að elta fólkið á engjarnar, sem reyndar eru nálæ^t bænum og heim aftur á kvöldin. Þessum vana héldu þeir til slátt- arloka og voru þá orðnir að fleygum gæsum. Mestmegnis vorn gæsirnar gangandi, þó fleygar gerðust og héldu sig mjög að engjafólkinu. Pað sáu þær, þegar komið var með kaffisendingar til fólksins, sóttu þá upp í kjöltu þess og sniktu eftir sælgæti. Pær voru mjög fíknar í sykur og kölluðu eftir góðgætinu með hálfgneggjandi gæsarödd. — Held- ur voru þær styggari við mig, þegar ég leitaði á að grípa þær, en við kunnuga fólkið. Nú er Porri, er ég rita þessa frásögu, og lifa gæsirnar enn. Pær halda sig á daginn að bæjariæknum á Sílalæk, þegar veður er bærilegt. En á næturnar hafast þær við i útismiðju, eða þá í eldhúsi, sem stendur autt oftast, frammi í bænum. Peim er gefið ferginsmoð og matarúrgangur og þrífast allvel. Stundum fljúga gæsirnar frá bænum, svo sem stekkjargötulengd, en koma aftur jafnan. Petta er karlfugl og kvenfugl og er vonast eftir, að þau auki kyn sitt, áður en langt um líður. Gæsir voru alifuglar í fornöld. Getið er um lieim(a)-gásir í gömlum sögum t. d. Grettissögu, og Guðrúnarkviðu Gjúkadóttur. Par er sagt, að gæsirnar hafi hljóðað í túninu, þegar Guðrún grét Sigurð dauðan, Fofnisbana. Villigæsir — grágæsir — eru afar styggar og mannfælnar fratn yfir það, sem flestir fuglar eru. Pví merkilegra má það kalla, hve gæfar þessar aligæsir eru og sést það á þessum fuglum, að þeir sjá, að það er hjúkrunarhönd, sem að þeim snýr. En hinar sjá drápshöndina og varast hana. Guðnumdtir Friðjónsson.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.