Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 28

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 28
24 Naudkiud gaman að söng. |EGAR faðir minn var í Oddgeirshólum, átti hann lambgelding, sem þreifst ekki með hinum lömbunum. Var hann því tekinn frá þeim og látinn inn i baðstofu. Hún var í tveimur stafgólfum; fjalagólf var í því innra, en moldargólf i hinu, þar sem lambið var. Smám saman fór hann að bragðast, því hann lærði strax að eta mannamat. Æfinlega jarmaði Stubbur — svo var hann kallaður — þegar hann vanlaði hey i stallinn sinn eða mjólk. Aldrei kom fyrir, að Stubbur færi inn i þann endann, sem fjalagólfið var í, og átti hann þó hægt með það, svo ekki var nein ástæða til að kvarta yfir þvi, að hann óhreinkaði fjalagólfið, hann var hreinlegri kind en svo. Eins og landsvenja er, voru Passíusálmarnir alt af sungnir á föst- unni á kvöldin, þangað til að leið á veturinn, þá var vanalega lesið á dag- inn, en þá bar svo við, í hvert skifti, þegar söngurinn byrjaði á daginn, að Stubhur tók upp á þvi, sem hann annars aldrei hafði gert, að fara upp á fjalagólfið og leggjast við fætur þeirra, er sungu, jórtrandi með hinni mestu ánægju og var sýnilega hrifinn af hljómnum. Þar lá hann þar til söngn- um var lokið, en þá fór hann líka strax yfir í sinn enda. Þessum upp- tekna hætti hélt Stubbur áfram i hvert skifti, sem sungið var, meðan hann dvaldi í baðstofunni og þar lil honum var slept saman við gemlingana. Hann kom samt oft heim að bænum á kvöldin, til að fá sér eitthvert góð- gæti og stundum elti hann heim aftur smalann, sem rak gemlingana á haga. Stubbur var kominn úr kyrkingnum, og orðinn feitur og fallegur, hann fór úr ullu fyrir sumarmál; leit því út fyrir, að hann gæli orðið fall- egur næsta haust, en það álti ekki fyrir honum að liggja. Æfin varð stutt og æfilokin sorgleg. Um vorið þegar átti að reka Stuhb á fjall með geml- ingunum, fanst hann dauður og hálsbrotinn fyrir utan túngarðinn hjá ná- grannanum. Þar átti hann lífið að láta. Það sést oft á bæjum, að menn standa á hlaðvarpanum og siga hundum sínum á eftir hestum og sauðfénaði, svo langt sem augað eygir, yfir fen og foræði, án þess að gæta hið minsta að alleiðingunum, þegar grimmir hundar, uppæstir af argi húsbóndans, fæla sauðkindurnar, sína í hverja áttina, þá hælta þeir stundum ekki fyr en einhver þeirra, sem lögð er í einelti liggur dauð. Því miður eru margir of hugsunarlitlir í þessu efni. það mátti Stubbur reyna. Jóhann Ógm. Oddsson.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.