Dýravinurinn - 01.01.1916, Blaðsíða 68

Dýravinurinn - 01.01.1916, Blaðsíða 68
G4 Pví aö: Hann er sannasl aö segja drepinn kringum alt land, eitthvaö meira og minna, þegar færi gefst. Varpeigendur vita petta, en hlifast við að kalla á lögregluna til hjálpar atvinnu sinni og til verndar fuglinum. Petta er góðmenska að vísu. En hvað á hún að ná langt? Á hún að ná inn i eilífðina? — Þessi fugl er einhver fegurst skepna fjaðrakyns í landi voru og til unað- ar óspiltri augnasjón. Á gagnsmunum hans leikur enginn vafi. Hann er tvimælalaust, fuglinn sá, gullberi varpeigenda, scm aldrei bregzt verulega, þar sem hann er orðinn landvanur. — Lögverndin hefir tekið æðarfuglinn undir forsjá sína og lagt sektir við drápi lians. En fjöldi manna skellir skollaeyrunum við fyrirmælum laganna. Peir látast ekki skilja, að þessi fugl sé rétthærri, eða eigi að vera, en »hver önnur skepna í sjó«, enda sé hann og »ómarkaður«! — Svona er landinn á víð og dreif. Hann lýtur ekki lögunum. Æðarfugladrápið er til skaða og skammar þjóðinni, og ætti að ganga að þeim mönnum með oddi og eggju laganna, sem ata hendur sinar í blóði hans og eru að þvi leyti vargar í véum. Andir. Andir eru víða í landi voru til gagnsmuna og unaðar. Stórkostleg andavörp eru t. d. í Mývatnssveit og þó nokkur með fram Laxá og í hólmum hennar og eyjum. Par er öndunum hlíft að vísu, í varplöndunum sjálfum. En þar sem andir eru á víð og dreif alviltar, vofir yfir þeim drápshönd almennings alt árið um kring. Sumar andategundir eru að gereyðast, t. d. toppandir. Stóra toppönd er nálega útdauð. Pær eru, vesalings fiskiendurnar, friðlausar að lögum — af þvi að þær eta hornsíli og smábröndur! — Grænhöfðaönd er og mjög á þrotum. Hún er staðfugl hér og sídvelja, og þess geldur hún. Landanum er sjaldan ant um þá, sem sitja heima, liérna i landinu. — Fieiri andir geta vel verið á þrotum, þótt ég kunni ekki deili á því máli til hlítar. En sárt væri til þess að vita, ef vér útryddum öndum vorum á 20. öld siðmenningarinnar, svo sem geirfuglinn var gerdrepinn fyrir fáum öldum. JRjópan. Friðunartimi hennar cr o/ stulliir. Lcyft er að drepa hana ol' snemma á haust- in, og of langt fram á veturinn. — Rjúpnaveiði er arðsöm atvinna víða hvar. Svo er það t. d. hér i Pingeyjarsýstu. Sum heimili hafa svo hundruðum króna nemur fyrir rjúpur sínar. — Og þó gæti verið miklu meiri arðsvonin, ef skynsamlega væri að rjúp- unni farið. — Byssum og skolmönnum fjölgar ár frá ári og byssur fást nú miklu betri en áður fengust — aftanhlaðnar og langdrægar, svo að auðvelt er að hriðdrepa rjúpuna með þeim. — Rjúpan getur vist ekki staðist þessi mörgu morðtól til lengdar og allan þann aðgang, sem að henni er háður, nema því að eins, að skottíminn sé stytlur mikið. En nú er leyft að skjóta hana fram fyrir miðjan vetur. Með því móti er mönn- um veittur aðgangur að henni, þegar hún lendir í bjargarskorti og safnast saman í skóg- lendinu, litlu og auðnumdu, í heimalöndunum. — Pá er mjög auðvelt að ganga of nærri þessum vesalingum. Pá getur hún verið mögur og léleg verzlunarvara. Pá er heimsku- legt að drepa hana og ódrengilegt. — Lang réttast væri að friða rjúpuna alt árið, að undanteknu tímabilinu frá veliirnóttiim til jóla. Fuglarnir okkar liafa átt sér og eiga enn þá formælendur fáa. Peir eru oln- bogabörn, að ósekju. — Fuglarnir ættu að verða eftirlætisbörn þjóðarinnar. Pá par/ nú að /riða meira en gcrl er. Gnðm. Friðjónsson. [Grein þessi er kafli úr grein, sem stóð i hlaðinu toNorðurlanda 1907. Friðun fugla er dálitið hreytt siðan til hóta, en skotmennirnir hafa lílið hreytzt til liatnaðar]. Tr. Ci.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.