Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 47

Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 47
43 gleymt þeim börnum okkar, sem komin eru frá okkur, þó hún sjái þau ekki nema einu sinni á ári, þeim fagnar hún í hvert skifti, er þau koma. Kisa er enn lieilbrigð og ern, þó hún sé nú 15 ára; hún á skilið, að henni sé sýndur sá sómi að koma í Dýravininn. En það eru svo margar skepnur af okkar húsdýrum, sem sýna tryggð og vitsmuni, og æltu skilið að fá æfisögu, og þau minna okkur á það, að það er bein skylda okkar að fara vel með skynlausar skepnur, sem svo eru kallaðar. Og þöklc sé hverjum þeim, sem hvetur æskulýðinn til |)ess, því viðbjóðslegra sést ekki en ill meðferð á málleysingjunum. Porsteinn tííslason, Meiðaslöðum. Grula kisa. Þegar ég var í Ólafsvik, álti ég költ, sem var mesti skrautgripur, gul og bninröndótt. Allir ketlingar, sem hún átti, voru með sama lit. Kisa þessi var vitur og trygg og veiðiköltur góður. Hún var mikill vin barnanna, og veiddi handa þeim smáfugla og færði þeim þá lifandi og dauða í rúmið á morgnana. Einu sinni kom kisa með lifandi kríu og slepti henni á eldhús- gólfið, og leit út fyrir, að hún væri að færa okkur liana í soðið, en ég tók kríuna og slepli henni út, svo lnin llaug burtu. Kisu brá illa við og bljóp undir rúm. Auðsjáanlega mislikaði henni vanþakklæti milt. Þegar ég llulti frá Ólafsvik til Reykjavikur urðum við hjónin að skilja kisu eftir, og gáfum hana góðu fólki í Ólafsvík, sem lofaði að lála fara vel um hana. Svo var ástall fyrir kisu, þegar við fórum, að hún var ketl- ingafull. Nýju húsbændur kisu gerðu alt til þess að hæna hana að sér og húsinu, en hún undi sér hvergi nema í kringum og inni i húsinu, sem við höfðum átt heiina i. Þar leilaði hún okkar mjálmandi, og lét þannig í Ijósi söknuð sinn. Meðan hún gaut kellingunum, gátu húsbændur hennar haldið henni heima. Svo voru allir ketlingarnir teknir frá henni, nema einn, sem fékk að lifa. Með því álti að reyna til að fesla hana við húsið. En það dugði ekld. Hún bar ketlinginn lil síns gamla heimkynnis i hvert skifti, sem hún var ílutt þaðan. Yesalings dýrið hafði enga matarlyst, af sorg og söknaði. Við fréttum ekkert um þetla, fyr en of seint. En þegar við frétt- um það, féll okkur það svo illa, að við munum það, þó 12 ár séu liðin. Verum ávalt umhyggjusamir og nákvæmir við húsdýrin. Vér getum ekki vilað, hversu heitt þessir málleysingjar kunna að unna okkur. Bjarni Porkelsson.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.