Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 61

Dýravinurinn - 01.01.1916, Síða 61
57 Fiskarnir hafa tilfiiming’ti. »Fiskar og aðrar skepnur með koldu blóði hafa enga sársaukatilfinningu, svo á sama stendur, hvernig ég kræki og krassa í þær skepnur«. Svona hugsa fiskimenn alment. En ef þeir tækju eftir vöðvakippunum í fiskin- um, þegar hann cr að dej’ja, þá segðu þeir ekki, að dauði fiskanna væri kvalalaus, þótt blóðið í þeim sé kalt, þegar fiskurinn engir sig saman á alla vegu, og vöðvar hans titra, þá er auðséð, að dauðastríðið er ekki kvalalaust. Pess vegna ættu aliir fiskveiðimenn að gera dauðastrið fisksins sem styzt, með því að skera hann milli bols og höfuðs, strax sem hann kemur inn fj'rir borðstokkinn. Pað er fyrirhafnarlítið, en er hagsvon fyrir eigandann um leið og það er gert. Eins og góð meðferð á skepnum er liagsvon fyrir landhóndann, eins er hags- von fyrir sjávarmanninn að skera fiskinn strax, sem hann kemur úr sjónum, þá rennur hlóðið úr honum, svo hann verður betri vara og meira verð fæst fyrir liann. Lengi voru sjómenn ófúsir til þess^ að skera fiskinn strax sem liann kom úr sjónum. En þegar þeir sáu svart á hvílu, að meira verð fékkst í verzlunum fyrir þann flsk, sem blóðið var runnið úr, en hinn, sem ekki var skorinn, þá létu þeir lilleiðast. Nú er fiskurinn skorinn á flestum þilskipum, en á opnum bátum, er það ekki komið í framkvæmd í mörgum veiðistöðvum. Þótt skurður á fiski sé ekki gerður með liliðsjón tíl tilíinninga fisksins, heldur mönnum til hagnaðar, þá má þakka fyrir gott, livaðan sem það kemur. Margir fiskar eru veiddir úr sjó aðrir en þorskurinn. Heilagfiski, steinbílur, skata, karfi, lirognkelsi o. m. fl. Auðvitað eru þcssirfiskar ekki skornir, þegar þeir koma inn í bátinn, af því að þeir ganga ekki í verzlun kaupmanna, og þar af leiðandi enginn hagur fyrir eigandann, að blóðið renni úr þeim fiskum; en þeir hafa sömu tilfinningar og þorskarnir. Vilja menn þvi ekki taka upp þá venju, að stytta dauðastríð þessara fiskn, eins og þorsksins, vanalega afiast svo fátt af þeim, að mönnum munar ekkert um að bæta þeim viö. Undanfarið hafa sumir stungið stórar lúður. Ekki samt til þess að stytta dauðastrið fisksins, lieldur fyrir mennina í byttunni eða bátnum, til þess að liættu- laust væri, að laka stóra og sterka lúðu inn í hátinn. Menn drukkna af því þeir fá oflilið loft i vatninu, enn fiskarnir deyja af því að þeir missa vatnið, og fá o/ mikið loft á landi. Tilfinning beggja er þvi líklega nokkuð lík í dauðastríðinu. Á fyrstu árum mínum í Kaupmannahöfn 1870—1880, sá ég oft fisksölukerlingar á fisksölutorgunum ílá roðið af álum og kolum, án þess að þær tækju lífið af fiskunum áður. Petta horfðu fleiri á en ég, og sáu að fiskarnir sprikluðu, eftir að roðið var ílegið af þeim, en enginn skifti sér aí þessu, né tóku svari íiskanna, fyr en Dýraverndunar- félagið danska, milli 1885 og 1890, fór að taka að sér málstað fiskanna, og fengu því komið inn í lögreglusamþykt bæjarins, að sektir lágu við því, þegar lifandi fiskur var fleginn, og Iögregluþjónunum var gert að skyldu, að sjá um, að þessu væri hlýlt. En mörg fisksölukerlingin var sektuð fyrstu missirin, þeim þóttu þessi ákvæði óþörf og ranglát; þær fengu sem sé fáeina aura fyrir að flá fiskinn, hjá vinnukonum, sem ekki nentu að flá fiskinn sjálfar þegar heim kom, svo þessi fyrirskipan var atvinnumissir fyrir kerlingarnar. Um fugladrápið á flekunum við Drangey, og lundadrápið viða hér við land, þar sem ungarnir eru kræktir út úr holum sínum, þyrfti að skrifa, en þvi er slept hér í þetta sinn. Tr. G. Dýravinurinn. 8

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.