Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 71

Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 71
67 fékst úr hólmunum, hafa verið þar tæp 6000 æður, og jafnmargir blikar, eða samtals nær því 12000 fuglar, scm ekki er lítill hópur af svo stórum fuglum. Myndirnar eru sendar mér af Guðmundi Bárðarsyni á Bæ í Hrútafirði, svo þær eru úr hans varplandi, Hann skrifaði mér, að hann mundi síðar senda mér grein, mynd- unum til skýringar, en greinin er ókomin enn, svo ég tók það ráð, að hripa þessar lín- ur, ef ske kynni, að einhver, sem vildi reyna að koma æðarvarpi á hjá sér, hetði gagn af, að reyna sömu aðferð, sem faðir minn hafði, þegar hann byrjaði, sér til gagns og öllum hans eftirmönnum. — Jafnframt vildi ég sýna lífshætti þess flökks fugla, sem ég þekki bezt. — Parna í hólmunum voru samankomnir nálægt 12000 fuglar, í mesta þétl- býli, þeir lifðu þar í fullkomnum friði og þurftu engan lögreglusljóra, enginn áreitti annan, né gekk á annars rétt, hver bjó ánægður að sínu. En undireins og 1000 manns eru komnir sainan í þéttbýli i þorpi, þá, þarf að setja lögreglumenn, dómara og nefndir, til þess að varna þvi, að einn gangi ckki á rétt hins og eignir hans og mannorð geti verið í friði. Mennirnir gælu lært af fuglunum og dýrunum, sem þeir kaila skynlaus, en þcir cru svo hrokafullir, að þcir þykjast vera vaxnir upp úr því, og séu seltir til að drottna yíir fuglunum og öllum dýrum jarðarinnar. Tr. G. Hrútur. Ilrútur þessi er frá Sigurðarstöðum í Bárðardal. Þorlákur Marteinsson, sem nú býr í Iiaupangi í Eyjafirði átti hrútinn og seldi hann vestur i Langadal í Húnavatns

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.