Dýravinurinn - 01.01.1916, Blaðsíða 40

Dýravinurinn - 01.01.1916, Blaðsíða 40
um. Daginn eftir fór hann sömu leið til l>aka og fann þá hvolpinn milli bæjanna. Hann lá þar á vetlingunum. Nokkrum árum seinna var hann á ferð í kaupstaðinn. Doggur var með honum eins og vant var. í áfangastað á suðurleiðinni tapaði hann gæruskinni og litlu seinna sama daginn saknaði hann Doggs og varð hans ekki frekar var í ferðinni. En á heimleiðinni þegar hann kom á áfanga- slaðinn lá Doggur á gæruskinninu og hafði legið þar i tvo sólarhringa án þess að fá nokkuð vott eða þurt. Og lengi á eftir, mundi hann eftir gleði- látunum í Dogg, þegar fundum þeirra bar saman þarna í áfangastaðnum. Minningar héldu áfram og allar voru þær þessu líkar, sýndu allar trygglyndi gamla Doggs og takmarkalausa traustið á húsbóndanum, að hann myndi vitja aftur til sín, honum, rakkanum, væri óhælt að bíða, húsbónd- inn kæmi aftur seint og siðar meir, hann gæti verið öruggur, honum hefði aldrei brugðist það, húsbóndinn kæmi einhvern tíma. . . Og feginslætin við hvern endurfund, og tárvotu augun, þegar Doggur ilaðraði upp um hann allan. . . . En því hafði honum ekki strax getað lcomið þelta í hug, að Dogg- ur hefði einmitt tekið það ráðið, að leita aftur að löskunni og híða hans þar. Og þetta varð smám saman að fullri vissu fyrir Jóni og sögurnar um vælið hjá Útburðarsteini styrldu það hetur og betur. Hann hafði engan frið fyrir þessum hugsunum. I’ær ásóttu hann á daginn og vörnuðu honum svefns um nætur. Hann varð að fara og grensl- ast eftir þessu, svo lítið bæri á, ganga úr skugga um það, hvort þessar á- lyktanir hans myndu á nokkurum rökum hygðar. Færi hann ekki, myndi hugsunin um gamla Dogg hungurmorða á öræfum, fylgja honum eins og skuggi til grafar. En ekki dugði að halda beina leið inn í afrétt. Úað myndi vekja hlátur í sveitinni, ef það spyrðist, að hann riði af slað til þess að leita að Dogg eftir rúman mánuð. Sveilungar hansskj'ldu hafa annað að gamna sér yfir, en afdrifum gamla Doggs. . . — Nokkrum dögum síðar lagði Jón af stað í kaupstað. Hann hafði verið búinn að ráðgera þessa terð, alt haustið, en ekki orðið úr fyrri, og hann bjóst við að verða alt að tveim dögum lengur, en vani hans var til. Jón beygði út af alfaraveginum í næsta leyti við bæinn og stefndi beina leið lil afréttar. Hann reið hljóður og þögull og aldrei leið Doggur úr huga hans. . . Skyldi hann finna hann . . dauðan eða lifandi . . dauður hlaut hann að vera — en úllitið, það hlyti að verða átakanlegt eftir allan þennan tíma . . . Þannig hugsaði Jón og braut heilann um þetta fram og aftur. En svo fór honum að finnast þetta íerðalag silt undarlegl. . . Það myndi verða alt til einkis. . . Doggur hefði farisl í gjá eða lent í eitri. t*að var sú einasta skynsamlega ályktun um afdrif hans. Slík voru dæmi til, sem ekki urðu hrakin. . . En óhljóðin, þeim gat hann ekki gleymt. Undar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.