Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 33

Dýravinurinn - 01.01.1916, Side 33
29 mínum, þá gat ég ekki séð Grána minn svo hart leikinn lengur. Smám saman fékk hann fjör sitt aflur, en með hlaupin náði hann sér aldrei — brjóstið var bilað. Egfann það þá, hversu illa ég hafði launað honum fyrri þjónustu sína. En er það ekki sarna æfin, sem margir góðhestarnir islenzku verða að lifa og deyja uppá? En þó svo sé, þá er það ekki til að draga úr minni sök. Siðuslu sumurin, sem Uði lifði hafði hann rólega daga; með því þótlist ég vera að hæta fyrir fyrri breytni mina gagnvart honum. Um haustið 1913 féll Úði fyrir byssuskoli, þá 18 veti-a gamall, en lengur hefði hann gelað lifað með góðri meðferð, en um sumarið hafði illa heyjast, svo ég hugði að slæmt mundi að fá gott fóður yfir veturinn; taldi því réttara að láta hann Hel gista, heldur en fá hann horaðan eftir vetur- urinn á elliárunum, þvi annað átli hann af mér skilið. Margir töldu hann þá 10—12 vetra gamlan, ekki var hann ellilegri á svipinn, þrátt fyrir alt, sem á daga hans hafði drifið. Nú er hann fallinn — dáinn — horfinn, vinurinn minn trúi, dyggi og fjörugi. Nú bíður hann ekki oftar eftir mér fullum', eða stendur hjá mér sofandi við veginn. Þökk sé honum fyrir staríið og fjörið, fyrir allar ánægjustundirnar, sem ég liafði af honum; í tómstundunum er fróðlegt að rifja þær upp. Við það hressist hugurinn, það er sem ég sjái Uða í anda, þar sem hann þaut sem gammur i fyrri daga yfir holt og mela, fen og foræði og »steilli ekki íót sinn við sleini« eins og þar stendur. Oft hefir mig dreymt Úða siðan ég lét fella hann, og æfinlega hefir hann verið að sjá eins og þá hann var blómlegastur í æskufjöri sinu, slíkar vitranir finnast mér benda á, að eitthvert andlegt samhand sé milli mannsins og hestsins; andlegtsam- band, sem haldist eftir dauðann og nái — ef ég mælti segja það, og það lmeykslar engan — inní eilífðina. — Skvldi það ekki geta verið? Slíkan hesl fæ ég ekki aflur. Hamingudrjúgur reyndist hann mér ávalt. »Úöi í högum œtíö var afbragðs hezta ljómí, Jóliann Ögmund bJakkur bar bezt á dögum samreiðar«. Svo kvað einn kunningi minn. Reykjavík 1910. Jóli. Ögm. Oddssoti. Söguritarinn talar um drykkjuskap sinn á fyrri árum. líg lield liann hafi gert ofmikið úr því, ég hefi pekt hann í mörg ár, og hefir hann verið bindindismaður, og cr pað enn. Tr. G.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.