Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 12
176 HEIMILISBLAÐIÐ NIKULÁS KÓPERNIK, pólski stjörnufræðingurinn, var fæddur í Thorn 19. feb. 1473 fám árum síðar en sú borg væri innlimuð Póllandi; áður var það prússnesk borg. Faðir hans var borinn og barnfæddur í Kraká, en gerð- ist heildsali og tók sér bólfestu í Thorn; kona hans var kaupmannsdóttir, og hét Barbel Watzelrode. Kopernik misti snemma föður sinn, en Lúkas Watzel- rode móðurbróður hans 61 hann upp, seinna biskup í Ermeland (eða Hcrme- land). Þaðan komu fyrrum hinir ermsku eða hermsku biskupar út hingað til Is- lands á dögum Isleifs biskups Gissurar- sonar (d. 1082). Að loknu skólanámi í Thorn, fór hann til háskólans í Kraká (1491) og nam þar stærðfræði 4 vetur, en stundaði málaraiðn í hjáverkum, þegar hann hafði þrjá um tvítugt, fór hann til Bologna á Italíu og hlýddi þar á fyrirlestur í stjörnufræði. því riæst var hann nokkur ár að námi í borginni Padóva; þar nam hann læknisfræði, auk stærðfræði og stjörnufræði og tók síðast doktorsstig í læknisfræði árið 1499. Um aldamótin 1500 er hann kominn til Róm. Þar komst hann í hið mesta vin- fengi við stjörnufræðinginn og reiknings- meistarann Jóhannes Mtiller, sem nefndi sig Regimontanus (þ. e. Königsberg= Konungsberg) á latínu og kunnastur er undir því nafni. Regimontanus settist að í Niirnberg; fyrir atbeina göfugs manns þar í borg, studdi auðug borgarfrú Regimontanus til að koma upp stjörnuturni og bjó hann Þess vegna hljcmar nú til okkar allra aðvörun Jesú: »Gætið að, hvað þér heyrið«, og Páls: »Villist ekki, Guð lætur ekki, að sér hæða« o. s. frv. (Gal. 6, 7—-8). Enn er nóg rúm. Sunnud. 29. okt. 1939. • Steingr'mnvr Benediktsson. sjálfur yfir ágætum stjörnuskoðunartækj- um erhann hafði að mestu fundið upp sjálf- ur; með þeim tækjum gat hann fundið margar skekkjur í hinum fornu stjörnu- skrám. Hann var frábær stærðfræðingur. Nú var Kópernik seztur að í Róm og hjelt þar skóla og kendi þar stærðfræði af svo mikilli snild að hann blaut lof fyrir og þótti snjallari en sjálfur Regismontanus. Um þessar mundir hafði Kopernik þegar gerzt kanoki eða kórsbróðir í Frau- enburg og þar virðist hann hafa sezt að árið 1503; fékkst hann þá eingöngu við klerkleg störf og það, að veita fátækum læknishjálp ókeypis. Var hann .þá í þjón- ustu Lúkasar biskups, móðurbróður síns. En þótt hann hefði ófullkomin tæki, þá stundaði hann samt sem áður námsgreinar sínar. Enn er húsið í Allenstein við líði, þar sem hann bjó; eru þar ristur í her- bergisveggina, sem hann gerði, er hann var að athuga gang stjarnanna yfir hádegis- bauginn; þar er ogleifar af vél, sem hann smíðaði til að hefja nægilegt vatn úr á nokkurri eins og nægði handa bænum Frauenburg; gekk sú vél fyrir vatnsafli. Getið er hans sem þjóðfulltrúa á ríkis- þinginu í borginni Grodno. En aðalhlutverk hans varð að leggja fyrstur grundvöll hinna nýju stjörnu- vísinda, með því að rannsaka og bera saman þær niðurraðanir himintunglanna (kerfi) sem hinir fornu stjörnufræðingar höfðu hugsað sér og leiða svo út úr þeim kerfum eitt nýtt kerfi, sem væri hvort tveggja í senn: einfalt og varanlegt. Egiptar hinir fornu hugsuðu sér að Merkúríus og Venus gengju kringum sól- ina, en sólin sjálf, Mars, Júpiter og Sat- urnus gengu í kringum jörðina. Apolloníus frá Perga hugsaði sér sólina miðstöð allra hreyfinga jarðstjarnanna, en hugði þó jafnframt, að sólin og tunglið gengju kringum jörðina.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.