Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 37
HEIMILISBLAÐIÐ 201 segi ég það, að það stoðar ekki hætis hót að velta nokkrum sköpuðum hlut fyrir sér. Hér er það einmitt Austrið, sem blakar Vestrið, skal ég segja yður. Og nú fer ég mína leið til að gá að úlf- öldunum og svo þessum hálfgyðingum, sem þeir kálla Abatía, og ég kalla úrþvætti, því að ef þeir reka sína þjófafingur ofan í sprengjukrukkurnar í þeirri trú, að þar sé um hunang að ræða, eins og ég sá þá mynda sig til að gera einn dag, þá ber eitthvað við í Egiptalandi. Ég hugsa að gömlu Faróarnir hefðu rumskað í sínum gömlu gröfum, og hinar tíu plágur Egipta- lands yrðu sem ekkert hjá þeim ósköpum«. Að lokinni þessari ræðu sinni fór Kvik leiðar sinnar. Og við héldum af stað til Múr á réttum tíma. Annar atburður er það, sem ef til vill er vert að skýra frá; hann gerðist er við vorum búnir að vera tvo mánuði á ferð- inni, af þeim fjórum mánuðum, sem við höfðum áætlað til ferðarinnar. Eftir margra vikna örðuga eyðimerkur- för, komum vér að hólma þeim, sem Zeu hét, þar sem ég hafði áð fyrrum á leið minni til Egiptalands. I þessum eyðimerkurhólma, sem er frem- ur líti,ll, eru ágætar uppsprettulindir og döðlupálmalundar. Og hér fengum við hjartanlegar viðtökur, af því að þegar ég var þar síðast á ferð, þá heppnaðist mér að lækna. höfðingja hólmabúa af augna- bólgu og marga af mönnum hans af ýms- um sjúkdómum. Og allt tókst þetta af- brigða vel. Og þó að ég brynni af áhuga á því að komast áfram, þá varð ég á það sáttur, að hyggilegt væri að fara að ráoi kaupmannalestarstjórans, að við skyldum hvíla okkur hér vi,ku eða hálfs mánaðar- tíma. Þessi lestarstjóri var Abatíi, Sjadrak að nafni, maður ötull og aldrei ráðþrota, en að mínu áliti algerlega óábyggilegur. Hann hélt því fram, að við gætum slegio landtjöldum í Zeu, sumpart til að hvíla okkur og sumpart ti] að fita, úlfalda okk- ar, sem voru orðnir magrir eftir allt þrammið í hagleysunum í eyðimörkinni. Eg verð að bæta því við hér, að lags,- menn Sjadraks gáfu honum viðurnefnið »Kötturinn«, af hverju það svo hefir kom- ið. Hann var auðþekktur á þremur sam- hliða örum í andlitinu; þau ör voru risp- ur eftir ljónskló, að því er hann sijálfur sagði. Ljón voru verstu fjendur Zeu-búa. Á sérstökum tímum árs, líklega þegar lít- ið var um björg handa þeim, að ég held, þá komu þau ofan úr fjöllunum nyrzt á hólmanum, eitthvað um 6—7 mílur á lengd frá austri til vesturs. Þau fóru þá yfir eyðimörkina, sem á milli lá og drápu f jölda sauða, úlfalda og annars búfénaðar og sömuleiðis menn, ef þeir urðu á vegi þeirra. Hinir fátæku Zeu-búar áttu engin skot- vopn og voru því algerlega á valdi ljón- anna. Og þau færðu sig aftur lengra og lengra upp á skaftið, svo ekki var annars kostur en að laka allar sínar skepnur inni um nætur á bak við steinmúra og sjálfir halda sig inni í hreysum sínum. Þeir þorðu venjulega ekki að fará út, svo lengi bjart var nema þá til að tendra bálið, sem átti að fæla öll rándýr burtu frá þorpinu þeirra. Þó að nú væri, einmitt ljónatími, þá sá- ust engin af þessum óargadýrum fyrstu fjóra eða fimm dagana, sem við dvöldum í Zeu. Við heyrðum bara öskrið í þeim í fjarska, þegar tók að skyggja. En sjöttu nóttina vöknuðum við við vein mikið, sem barst frá næsta þorpi, sem var allnærri. Og er við gengum út í dögunina til að vita. hvað um væri að vera, þá mættum við lík- fylgd. I fararbroddi gekk gamli gráhærði öldungurinn og á eftir honum gengu grát- konur, úfnar allar og óhreinar; hefir þeim að líkindum orðið svo mikið um þetta, að þær hafa gleymt öllu eða viljað láta gorg sína í ljós með því. Og því næst komu f jór- ir karlar og báru eitthvað óttalegt á hurð, ,sem var fléttuð úr sefi. Við fengum brátt að vita, hvað bori,ð hafði að höndum. Það var haldið, að nokkur hungruð ljón, hefðu rifið sig inn um pálmblaðaþakið á kofa nokkrum, sem heyrði, til einni af konum

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.