Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 31
HBIMILISBLAÐIÐ 195 Og nú er ég búinn, að segja frá fyrstu herferð minni. í ríki Amors hins eilífa; en það verður fráleitt hin síðasta. Korpus Júris segir reyndar, að öll fram- koma mín á Hnetubúi, sé svo barnaleg, að ég muni ekki uppskera mikinn heiður af sögunni, og sízt þó, ef ég láti prenta hana. En ég vil þá líka biðja alla unglinga, sem í fyrsta skifti fara í sJíka herferð og ég, að líta" í sinn eigin barm, og vona ég þá, að margt verði mér til málsbóta. Hinn sak- lausi fleygi, fyrsta steininum.-------— Annars líður öllu, á Vesturgötu svipad og áður. Gamli liggur allt af í legubekkn- um og hugsar. Þó er sá munurinn, að áð- ur hafði hann allt af pípuna í hendinni, en nú heldur hann á ofurlítilli mynd aí Emmu. Korpus Júris talar sífellt um stjórn- málaskoðanir sínar, og yndi hans af að lesa »Dagblaðið« hefir heldur ekki minnk- að. Og með milligöngu Andreu Margrétar, hefir honum tekist að lauma »Dagblaðinu« inn á prestsetrið. Og svo ég sjálfur — já, ég les heimspeki- lega hugsana-rökfræði, og ég reyni af öll- um kröftum að losna við allar ástagrillur. Og nú syng ég ekki, lengur: »Siglum hægt út á svíð«, o. s. frv. En þegar dagurinn er að hverf a, legg ég alla heimspeki á hill- una, horfi út um gluggann, sé sólina smá hverfa á bak við trén á víginu, drep fing- urgómum mínum á rúðuna. og syng svo lágt, að hvorki Gamli, né Korpus Júris heyra það — þessá vísu eftir Chr. Richardt: »ó, bara að prófið mitt endi í ár! — þá kemur sólskin og þá kemur gæf a, þá skal ég dansa og sorgirnar svæfa, og þá skal ég leika um lönd með hringinn á hönd«. • Á hverjum sunnudegi fer ég til Hnetu- bús, með bræðrum mínum. Og meiri, ánægju þekki ég ekki, en þá, þegar kunn- ingjar mínir spyrja mig á mánudagana: .»Hvar varstu í gær, Nikolaj?« — að segja þá: »Eg var að heimsækja mágkonur mín- ar«. Ég lyfti hug og hjarta. Ég lyfti hug og hjarta. minn herra Gud til pin; lát dýrdar Ijós pitt bjarta Ijóma skært inn til mín, lát mig svo ödrum lýsa, — á lífsins kaldri braut. Af hjarta og hug pig prisa í hverri gleði og praut. Ó, komid, komið allir, oss, Kristur, bíður enn í himins dýrðar hallir, — heyri pað allir menn! pví fyr en varir verður vort innheimt lánað pund; og sá mun sekur gerður, er svíkst um alla stund. En sjá pá Kristur kemur, með kœrleik allan sinn, og við pig sjálfur semur, og segir bróðir minnl trú, pú ég gjald pitt greiði, en gef mér hjarta pitt, í staðinn ég pig leiði í eilíft ríkið mitt. G. P. En það er nú alveg áreiðanlegt, að ég trúlofast ekki fyrr en eftir fimm ár, þeg- ar ég ei búinn að ljúka embættisprófi. •— Jæja — ég þori reyndar ekki að Ma þv; alveg ákveðið — ég er þó ekki, nema mað- ur. Og úr því að ég er nú búinn að f á sönn- un fyri,r því, að bæði Gamli og Korpus Júris, sem ég var þó alveg vonlaus um, að myndu trúlofast, að minnsta kosti í þessu lífi — úr því að þeir, segi ég, trúlofuðust svona alveg upp úr þurru, og það öðrum eins stúlkum og Emmu og Andreu Mar- gréti, þá held ég nærri, því að það sé bezt fyrir mig að bíða; því að: »þeir sem bíða byrinn fá«. Og eg vona að sú ljós-bláeyga bíði líkaí En,dir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.