Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 28
192 HEIMILISBLAÐIÐ »En það var ei,nhver hérna á ganginum«, svaraði. ég. . »Það hefir sjálfsagt verið kötturinn! Farðu nú að hátta! Klukkan er orðin meira. en eitt!« Jæja — það var líka það bezta, að fara að hátta. Ég afklæddi mig og slökkti, ljósið. Og nú var myndin hennar aftur björt og skær fyrir hugarsjónum mínum. Hy.að röddin hennar var mjúk og höndin smá og augun skær og blíð. Og röksemdaleiðsl- an, sem ég áður hefi nefnt, kom mér nú í þriðja skifti að góðu gagni. Já, mikið höf- uðþing að kunna dálítið í heimspeki. Það hjálpar okkur til að höggva margan hnút- inn, sem annars er ómögulegt að leysa. Ég var nú alveg ákveðinn með hana. Hér fylgd- ist aðdráttaraflið og skynsemin að, því aó ég var ekki í nokkurum vafa um það, að hún myndi, verða fyrirmyndar prestkona. En hvað er óstöðugra en hugur manns- ins og hyggja? Pví að þegar ég hafði glaðst við mynd hennar dálitla stund, birtust mér aftur myndirnar af Emmu og Andreu. Mar- gréti; en nú var ekki hryggðarsvipur á þeim, heldur voru þær kátar og hlæjandi og Ijómandi, alveg eins, og þær ættu að sér að vera. Og þær voru ekki tvær einar, held- ur fylgdi þeim mikill fjöldi annara stúlkna, sem ég hafði allar þekkt og allar elskað. Þar á meðal annara, voru etatsráðsdóttir- in í Kaupmannahöfn, amtmannsdóttirin í Árósum, biskupsdóttirin í Rípum, tvær dætur læknisins í Hringaríki, þrjár prests- dæturnar í Slagelse og-------já, þær voru svo margar, að mig sundlaði, þegar ég leit yfir allan þann hóp. Og allar sögðu þær: »Það er ég, Nikolaj! Það er ég, Nikolajk En þegar ég ætlaði að ná í einhverja þeirra, þá var mesti fjöldi, fyrir aftan mig, og hvíslaði að mér: »Þetta er ekki. sú rétta, Nikolaj! Þú ert að villast, Nikolaj!« Þetta ætlaði að æra mig. Eg reyndi að taka heim- spekina til hjálpar — en það varð alveg gagnslaust — því að mér fannst þær all- ar vera mér jafnkærar. Þá reyndi ég að flýja frá þeim, en þá eltu þær mig allar saman, dönsuðu, hlóu, og hoppuðu — og út frá þessu sofnaði ég. Og mig dreymdi, að ég væri Ólafur Liljurós og ótal álfameyjar eltu mig; og á flóttanum var ég ríðandi, svo hratt, sem hesturinn komst, alla nótt- ina. Loksins vaknaði ég klukkan níu um morguninn, löðrandi af svita, eftir þessa galdra reið. Eg fór strax á fætur, því að ég vissi, að presti,num þótti betra að ekki væri leg- ið í rúminu langt fram á dag. En ég var allur af mér genginn; og mér var illt í höfð- inu, og einhvernveginn hafði ég hugmynd um, að ég hefði breytt rangt að einhverju ieyti. Hugleiðingar mínar frá kvöldinu áð- ur, fóru enn að ásækja mig í mynd Emmu og Andreu Margrétar. »Þetta tjáir ekki,«, hugsaði ég. »Ég verð að hætta við þetta allt saman. Við förum á morgun, og svo skal ég aldrei koma hingað aftur. Svo þegar bræður mínir fara að heimsækja fjölskyld- una hérna, þá auðvitað spyrja systurnar: »Hvernig stendur á því, að Nikolaj kemur ekki?« En Nikolaj kemur ekki — kemur aldrei aftur. Og gei^linn í augunum henn- ar Emmu hverfur, og kinnar Andreu Mar- grétar verða fölar. Og einhverntíma, áð- ur en langt um líður, verða tvær líkkistur bornar frá prestsetrinu. Og þá loksins kemui Nikola.j. Og á kyrrum sumarkvöld- um, þégar leikur hóglega í grátpílnum, gengur hann ofur hægt út að leiðum þeirra og segir: »Grimm forlög! Því skylduð þið að, það, sem saman átti? Ekki, var það mín sök!« Og með tár á hvarmi, vökvar hann hvítu rósirnar á leiðum þeirra. Og rauðleitir geislar kvöldsólarinnar skína :>. marmarakrossana og gylla þá. Og Nikolaj beygir sig og tekur sína rós af hvoru leiði og segir: »Vesalings ungu rósir! Hvers vegna fölnuðuð þi,ð svona snemma? ¦— hvers vegna — ¦—?« Þarna var Korpus Júris að fara í skóna sína, og reif mig upp úr þessum hugmynda- órum,. Það mátti, nú líka heyra minna. Hann sparkaði í gólfið — alveg eins og heil her-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.