Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 35
HEIMILISBLAÐIÐ 199 Hringur drottningarinnar af Saba Skáldsaga eftir H. Rider Haggard 3. kap. Prófessorinn fer á veiður. Af öllu því, sem bar til á svaðilför vorri yfir eyðimörkina allt til þess er vér lögð- um lei,ðina um skóginn og slétturnar um- hverfis Múr, þá er ekki nema einn atburð- ur, sem þörf er að greina frá. Þegar við komum til Assouan lágu þar fyrir okkur bréf og ýmiskonar símskeyti til Orme Löfuðsmanns. Þetta sýndi hann mér nú allt, er við vorum orðnir aldavinir. Þessi skeyti og bréfið flutti honum þau tíð- indi, að barnið, sem frændi hans hafði eft- ir sig látið með leynd, hefði skyndilega orðið sjúkt og væri nú dáið úr einhverj- um barnasjúkdómi. Nú var hann þá aft- ur orðinn erfingi að hinum mikla auði, sem hann hugði, að sér væri, tapaður, þar sem ekkjunni var aðeins tryggð lífrenta af þeim auði og ekki annað. Eg óskaði honum til hamingju og sagði, -að þetta væri víst sama sem að við fengjum ekki að njóta þeirrar ánægju að hafa hann með okkur tij Múr. »Hvers vegna?« spurði hann. »Ég sagði, að ég ætlaði að vera með ykkur, enda ætla ég að efna orð mín með það. Ég er þegar búinn að skrifa undir samninginn okkar um það«. »Auðvitað«, svaraði ég, »en aðstæðurn- ar geta breytt því líka. Við getum sagt sem svo, að hugdjarfur og athafnamikiH maður og af góðum ættum, en efnalaus, sé ekki lengur hæfur til að verða slíkur hamingjuhrólfur. Láttu þér einungis, til hugar koma, hvað það þýðir, að maður af slíku bergi brotinn sem þú og sömu gáf- um og manngöfgi gæddur, að hreppa slíkt happ á unga aldri. Þar sem þú hefir alla þessa yfirburði, þá gæti ekkert orðið þér til fyrirstöðu á Englandi. Þú gætir orðið þjóðþingsmaður, og tekið þátt í aö stjórna landi og ríkj, Þý gætir orðið lávarður, ef þú bara vildir, þú getur fengið hvaða kvon- fang sem þú vi.lt, prinsessur, að kónga- blóöinu einu fráskildu. í fám orðum gagt. Þú þarft svo undur lítið fyrir þvi að hafa, að komast til hinna mestu metorða. Þú ættir ekki að fleygja öðru eins, hnossi. frá þér, og falia í staðinn, ef til vil;, í bar- daga við villimenn«. »0g ég veit ekki«, svaraði hann, ryg hefi aldrei lagt mikinn hug á þessar gullnu vonir, sem þú svo kallar — fremd og fé. Ég grét ekki auðijin, þó að ég missti hann. Og nú, þegar hann hefir hrunið í si<aut mér, þá syng ég ekki. Og hvað sem öðrir líður, þá fer ég með þér. Þú getur ekki komið í veg fyrir, að ég haldi mig að samn- ingnum. En þar s,em mér hefir nú áskotn- ast svo mikill auður til arfleiðslu, þá er víst bezt, að ég Iáti það verða fyrsta verk- ið mitt að semja erfðaskrá og sendi hana síðan heim með póstinum. En annars leið- ist mér það fram úr öllu hófi«. Rétt í þessu kom prófessorinn inn og með honum arabiskur kaupmanns-garmur: var hann að reyna að fá keyptar nokkrar fornmenjar hjá honum. Og er hann var búinn að vísa Arabanum á bug, þá sagði, Higgs okkur, hvað gerzt hafði. Og hvernig sem hann svo annars kann að vera í hinu smávægilega, þá er hann þó ósérplæginn. þegar um eitthvað stórvægilegt er að ræða, og því sagði hann óðara, að hann, væri mér sammála. Honum fannst Orme ætti undir þessum kringumstæðum að slíta samfélagi við okkur sín vegna sjálfs og hverfa heim aftur. »Þú getur sparað þér ákafann, vinur minn góður«, mælti höfuðsmaður, »af þess- ari ástæðu, af því ekki er um neina aðra að ræða«, og fleygði bréfi til hans þvert yfir borðið. Þetta bréf fékk ég svo að lesa. Það var frá ungri hefðarstúlku, sem bann hafði verið trúlofaður, og síðan svikið hann,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.