Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 30
194 HEIMILISBLAÐIÐ En hvað hann Gamli var hjartanlega glaður. Hann var orðinn eins og nýr mað- ur, og hann varð aldrei viðutan. Eða þá hann Korpus Júris! Hann va.r svo elsku- legur, að hann hættj alveg að þræta við mig, og hann vildi allt fyri.r mig gera. Þó aftók hann, að við Andrea Margrét færum að ganga okkur til skemmtunar ein sam- an. Nei, hann bauðst allt af tij að fara með okkur. — Og svo systurnar! En hvað það var gaman að þúa þær. Reyndar flask- aði ég nú oft á þessu fyrst í stað. En þaö varð bara hlátur úr því og ekkert annað. Og svo ég sjálfur — ég var svo glaður, að ég mundi ekki eftir, að ég heföi nokk- urntíma verið glaðari. Og jafnvel, þegar sá stóri dagur rennur upp, — þegar ég tek embættisprófið árdegis, og trúlofast svo síðdegis — ja, — ég er viss um, að ég verð ekki, glaðari þá, en ég var þessa síð- ustu daga, á Hnetubúi. En hvað ég hafði verið blindur, að ég skyldi, einskis verða var og ekkert sjá -r- já — það er sannleikur, að fyrst missa menn sjónina á augunum. En nú skildi ég, hvernig í ölhi lá; nú skildi ég alla fran> komu Korpusar Júris gagnvart mér; þvi að séu menn á annað borð komni,r í biðils- buxurnar, þá er ekkert gaman að glett- ast við þá. Eöa þá hann Gamli — ég heimskingi, sem ekki hafði getað skilið það, að Emmu, sem þótti, svo vænt um all,t það gamla, hlyti líka, að þykja vænt um Gamla. Og nú skildi ég líka, á hvern Emma hafði minnt mig svo þráfaldlega; það var Gamli. Hún var Gamli í betri útgáfu, eins og prest- urinn myndi hafa sagt. Við migdegisverðinn, mælti presturirm fyrir minni þei.rra nýtrúlofuðu, í indælu rauðvíni. Þá datt mér í hug, að nú skyldi ég setja rögg á mig og mæla fyrir ein- hverju minni. Og af því að þessi ræða er mín fyrsta skálaræða,, þá ætla ég að skrifa hana niður eins og ég man hana bezt. Hún var svona: »Það er venja, að óska þeim til ham- ingju, sem hafa aflokið sínu embættisprófi, því að þá séu þeir búnir að Ijúka öllum sín- um prófum. En eftir mínu, viti, þá er þetta hreinn og beinn misskilningur, því að þá er einmitt eftir vandamesta og hættuleg- ast'a prófio. Ég nefni það hættulegast, vegna þess, að við öll önnur próf er þvi svo varið, að ef menn ná ekki prófinu, þá geta menn alrt af byrjað á nýjan leik, meö von um, að þá gangi, betur. En það er ómögulegt við það próf, sem ég á við. Og sá, s,em einu s,inni hefir fallið við það, k ekki afturkvæmt að prófborðixiu; og það eina, sem þá er hægt að gera, er aö fara að ráði sínu, eins og þýzku stúdentarnir: Þegar þeir ná ekki prófi við einn háskól- ann, þá fara þei,r til annars og reyna að ná prófi þar. En það er ekki aðeins svo, að þetta próf, sem ég er að tala um, sé hættulegast, heldur líka lang-erfiðast. Við venjuiega háskóla er óhætt að segja, að þess meir, sem lesið er, þess meiri líkur eru til þess, að gott próf náist; en við það próf, sem ég meina, á hið gagnstæða heima; og er jafnvel ástæða til að taka undij" við Berlínarstúdentinn, sem sagði: »Ö, mig auman! Því meir, sem ég les, þess heimsk- ari verð ég. Þegar það er athugað, sem ég hefi sagt, þá vona ég, að þið skiljið líka hjartans gleði mína. Já, sannarlegt lán er það. En það sé langt frá mér, að þakka þeim það einum. Nei„ þeim heiður, sem heið- ur ber: Ég drekk ekki skál þeirra Kristó- fers og Friðriks, heldur skæru augnanna og arúöarbrosanna, eða hvað ég vildi, sagt hafa — þeirra prófessora og dómara við hina tvo háskóla, þar sem þeir hafa nú gengið undir sín glæsilegu próf og fengió ágætisei,nkunn«. Að svo mæltu klingdi ég glasi við Emmu og Andreu Margréti. Prestkonan hló al- úðlega í'raman í mig og presturinn rétti konu sinni, hó'ndina og sagði við hana: »Já, þessa skál skulum við líka drekka. Nikolaj hefir á réttu að standa. Síðasta prófið mitt var erfiðast og ég þakka Guði fyrir, að ég féll ekki við það próf«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.