Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Síða 30
194 HEIMILISBLAÐIÐ En hvað hann Gamli var hjartanlega glaðui*. Hann var orðinn eins og nýr mað- ur, og nann varð aldrei viðutan. Eða þá hann Korpus Júris! Hann va.r svo elsku- legur, að hann hætti alveg að þræta við mig, og hann vildi allt fyrir mig gera. Pó aftók hann, að við Andrea Margrét færum að ganga okkur til skemmtunar ein sam- an. Nei, hann bauðst al.lt af tij að fara með okkur. — Og svo systurnar! En hvað það var gaman að þúa þær. Reyndar flask- aði ég nú oft á þessu fyrst í stað. En þaö varð bara hlátur úr því og ekkert annað. Og svo ég sjálfur — ég var svo glaður, að ég mundi ekki eftir, að ég hefói nokk- urntíma verið glaðari. Og jafnvel, þegar sá stóri dagur rennur upp, — þegar ég tek embættisprófið árdegis, og trúlofast svo síðdegis — ja, — ég er viss um, að ég verð ekki glaðari þá, en ég var þessa síð- ustu da.ga á Hnetubúi. En hvað ég hafði verið blindur, að ég skyldi, einskis verða var og ekkert sjá — já — það er sannleikur, að fyrst missa menn sjónina á augunum. En nú skildi ég, hvernig í öll,u lá; nú skildi ég alla fra.m- komu Korpusar Júris gagnvart mér; því að séu menn á annað borð komni,r í biðils- buxurnar, þá er ekkert gaman að glett- ast við þá. Eða þá hann Gamli — ég heimskingi, sem ekki hafði getað skilið það, að Emmu, sem þótti, svo vænt um allt það gamla, hlyti líka, að þykja vænt, um Gamla. Og nú skildi ég líka, á hvern Enima hafði minnt mig svo þráfaldlega; það var Gamli. Plún var Gamli í betri útgáfu, eins og prest- urinn myndi hafa sagt. Við migdegisverðinn, mælti presturinn fyrir minni þei.rra nýtrúlofuðu, í indælu rauðvíni. Þá datt mér í hug, að nú skyldi, ég setja rögg á mig og mæla fyrir ein- hverju minni. Og af því að þessi ræða er mín fyrsta skálaræða,, þá ætla ég að skrifa hana niður ei.ns og ég man hana bezt. Hún var svona: »Það er venja., að óska þei,m til ham- ingju, sem hafa aflokið sínu embættisprófi, því að þá séu þeir búnir að ljúka öllum sín- um prófum. En eftir mínu vit,i„ þá er þetta hreinn og beinn misskilningur, því að þá er einmitt eftir vandamesta og hættuleg- astá prófið. Ég nefni það hættulegast, vegna þess, að við öll önnur próf er þv; svo varið, að ef menn ná ekki prófinu, þá geta menn aljt af byrjað á nýjan leik, með von um, að þá gangi, betur. En það e,r ómögulegt við það próf, sem ég á við. Og sá, sem einu sinni hefir fallið við það, á ekki afturkvæmt að prófborði,nu; og það eina, sem þá er hægt að gera, er aö fara að ráði sínu, eins og þýzku stúdentarnir: Þegar þeir ná ekki prófi við einn háskól- ann, þá fara þeir til annars og reyna að ná prófi þar. En það er ekki aðeins svo, að þetta próf, sem ég er að tal,a um, sé hættulegast, heldur líka lang-erfiðast. Við venjulega háskóla er óhætt að segja, að þess meir, sem lesið er, þess meiri líkur eru til þess, að gott próf náist; en vio þao próf, sem ég meina, á hið gagnstæða heima; og er jafnvel ástæða til að taka, undir vití Berlínarstúdentinn, sem sagði: »Ö, mig auman! Því meir, sem ég les, þess, heimsk- ari verð ég. Þegar það er athugað, sem ég hefi sagt, þá vona ég, að þið skiljið líka hjartans gleði mína. Já, sannarlegt lán er það. En það sé langt frá mér, að þakka þeim það einum. Nei„ þeim heiður, sem heið- ur ber: Ég' drekk ekki skál þeirra Kristó- fersi og Friðriks, heldur skæru augnanna og alfiöarbrosanna, eða hvað ég vildi, sagt hafa. — þeirra prófessora og dómara við hina tvo háskóla, þar sem þeir hafa nú gengið undir sín glæsilegu próf og fengió ágætisei,nkunn«. Að svo mæltu klingdi ég glasi við Emmu og Andreu Margréti. Prestkonan hló al- úðlega framan í mig og presturinn rétti konu sinni, höndina og sagði við hana: »Já, þessa skál skulum við líka drekka. Nikolaj hefi.r á réttu að standa. Síðasta prófið mitt var erfiðast og ég þakka Guði fyrir, ao ég féll ekki við það próf«. ★

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.